Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1945, Qupperneq 37

Ægir - 01.02.1945, Qupperneq 37
Æ G I R 59 Bátabryggjan á Vopnafirði var breikkuð um helming, og er hún nú 10 m. breið, dýpið við hausinn er um 3.5 m við stór- slraumsfjöru. Undirstaðan í bryggjuhaus var járnbent steinsteypuker 4X5 m. í Bakkagerði í Borgarfirði eystra var hyrjað á bátabryggju, og hún byggð i 45 m iengd; breiddin er 5,5 m. Bryggjuveggir eru steyptir, með grjótfyllingu á milli, en þekjan úr járnbentri steinsteypu fremst. A útbrún bryggju er járnbentur skjói- veggur. Mun þessu verki verða haldið áfrám á komandi sumri. Kostnaður við framkvæmdir þessar var um kr. 80 000.00. I Neskaupstað var byg'gð hafskipa- bryggja. — Landbryggjan er samtals 47 metra löng frá jafnhæð í bakka, 8,0 metra breið og tekur þá við bryggjuhaus, sem er sein næst þvert á landbryggjuna, 35 metra langur- og' 10 metra breiður. Á efstu 38 metrunum er landbryggjan steypt og' nær á 1,5 m dýpi við stórstraumsfjöru, en fremstu 9 metrar hennar, svo og bryggjan í haus, er staurabryggja. Utan við land- bryggjuna, sambyggt við hana, var byggð uppfylling, og er framveggur henuar við stórstraumsfjöruborð. Kostnaður við þetta verk mun verða kr. 550—600 000.00. Á Stöðvarfirði var byrjað á bryg'gjugerð á svonefndri „Ribbu“, en það er lítill klappartangi, sem sjór fellur yfir utanvert vi ð kauptúnið. Er bryggjan steypt og grjótfylit Breidd bryggjunnar efst er um 4.5 m og fremst 5.5 m. Leng'din er um 60 m, og nær hún nú rúmlega fram í stór- straumsfjöruborð. Enn er eftir að setja all- mikið af grjóti í bryggjuna og sömuleiðis er eftir að steypa skjólveg'g' á útbrún. Búið er þó að grjótfylla og' steypa bryggjuþekju yfir á 5.0 m breiðri ræniu meðfram inn- vegg bryggjunnar, (lengd ca. 60 m). Kostnaður í sumar mun hafa numið um kr. 140 þús. I Vestmannaegjum var haldið áfram dýpkun og bryggjugerð i rásinui, sem grafin hefur verið undanfarin ár inn úr botni Vestmannaeyjahafnar. Hin nýja bryggja þar er orðin um 100 m löng. Enn freniur var byggður grjótgarður vestur frá bæjarbryggjunni 150 m langur. Þessi garður lokar svæði, sem ráðgert er að fylla upp með sandi, sem dælt verður upp úr Jiafnarbotninum. Ivostnaður við þessi verk hefur enn ekki verið gerður upp, en ætla má hann nemi nálægt 450 þús. krónum á árinu. I Grindavík var gerð bátabryggja við Kvíavík í Hópi við Járngerðarstaðahverfi. Er bryggjan 60 m á lengd, 10 m á breidd hallandi lítið eitt fram, og nær endi hennar fram að stórstraumsfjöruborði. Eru veggir bryggjunnar steyptir, grjótfylltir á milli veggja og bryggjuþekjan steypt. Bryggjan mun hafa kostað um 85 þús. kr. í Höfnum var bátabryggjan lengd um ca. 13 m með 4,30 m breidd og nær nú út á ca. 0.5 m dýpi um stórstraumsfjöru. Eru bryggjuveggir steyptir, grjót fyllt inn í og bryggjuþekjan steypt. Kostnaður mun liafa orðið nálægt 25 þús. kr. í Keflavik var í sumar að fullu lokið við þá framlengingu hafnargarðsins í Vatns- nesvík, sem hófst vorið 1942. Er framleng- ing' þessi 40 m á lengd, 10 .m á breidd og nær lit á allt að 10 m dýpi miðað við stór- straumsfjöruborð. Er það mesta dýpi, sem hafnarmannvirki hefur verið reist á, hér á landi til þessa. Er bryggjan öll steypt, með grjótfyllingu inn i og steyptri bryggju- þekju og steyptum skjólvegg á útbrún. Mynda 3 steinsteypuker 10 X 10 að stærð og' allt að 10 m á hæð hvert aðalkjarna bi’yggjunnar. Enn fremur hófst í sumar smíði nýrrar bátabryggju, og stendur það verk yfir enn þá, en verður væntanlega lokið í janúar— febrúar 1945. Er bryggjan í Vatnsnesvík innan hafnargarðsins og verður 37 m á lengd og 8 m á breidd óg nær út á ca 2,5 m dýpi um stórstraumsfjöru. Auk þess verð- ur gerð um 12 m breið og' ca 30 m löng fylling' upp af bryggjunni. Bryggjan verð- ur steypt og grjótfyllt með steyptri þekju, hallar hún lítið eitt fram. í enda hennar verður sett eitt steinsteypuker 8X8 m.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.