Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1945, Page 41

Ægir - 01.02.1945, Page 41
Æ G I R 63 þurfa að hafa is uni borð, þegar svo stend- ur á. Móttaka á fiski i hús. Það, sem oft skort- ir á móttökuskilyrði í frystihúsum, eru eftirfarandi atriði: 1. Of lítið rúm. 2. Illa gert til þrifnaðar. 3. Þannig útbúnaður, að ekki getur runnið frá fiskinum. Að hafa of lítið rúm til geymslu á óunn- um fiski er mjög slæmt. Fiskurinn hrúg- ast saman í of þykkar kasir, sem hefur í för með sér, að neðstu Iögin verða fyrir of miklu hnjaski, beinin losna, sem aftur hefur þær afleiðingar, að slæmt verður að flaka fiskinn og fiskurinn merst Einnig rennur þeim mun meira blóðvatn á neðsta fiskinn sem kösin er þykkari, og gefur þetta honum verra iitlit. Öll vinna við mót- löku verður og að sjálfsögðu miklu dýr- ari. Til þess að mögulegt sé að halda fisk- móttökurúmi hreinu, þarf það að vera vel pússað, bæði gólf og veggir, sé uin stein- hús að ræða. Sé um timburhús að ræða, þá iná tréverkið ekki vera öðruvísi en hefl- að og' málað. Alls staðar þar sem fiskur er geymdur, eins og að ofan greinir, þarf að haga þann- ig til, að vel geti runnið frá honum. Senni- lega væri bezt að hafa lakkaðar trégrind- ur undir öllum fiski, sem geymdur er óunninn. Afhending á þorskhrognnm frábátumtil frystihúsanna er líka í algerlega óviðun- andi ástandi. Það er komið með þau í alls konar döllum, sem ómögulegt er að halda hreinum, og sem jafnvel eru notaðir jöfn- um höndum undir lifur og slor. Það ætti ckki að meg'a veita hrognum móttöku nema í máluðum kössuin, sem alls ekki væri til annars notaðir. Kassar þessir ættu að taka 50 lítra og vera með höldum á end- um úr hefluðum viði, og vel málaðir. Það er mjög vafasamt, hvort telja bei i það frystihús starfhæft til hraðfrysingar, sem ekki getur framleitt is sem með, þarf, til að halda hráefni sinu óskemmdu. Þetta hyggi ég á því, að þótt telja megi að eitt hús geti keypt is hjá öðru, þá er það aldrei gert fyrr en í siðastu lög, og oft í ótíma. Það ætti að haga svo til í hverju húsi, að við fiskmóttökurúm væri ísklefi, og búið þannig um, að hægt væri að mala ísinn fram á móttökuplássið. Þetta sparar geisi- rnikla vinnu og fyrirhöfn. Og hvernig fara þau hús að vinna eftir settum reglum um ísun á fiski, sein hafa enga möguleika til ísframleiðslu, og eru ekki í vegasambandi við hús, sem framleiða ís? Auðvitað má taka vatnaís að vetrinum, þar sem svo hag- ar til. En það kostar mikið geymslurúm, og ísframleiðsla með vélum þarf ekki að vera dýr til eigin þarfa, getur oft fallið vel inn í aðra vinnu. Þvottur á fiski. Eins og annað er að þrifnaði lýtur, er • þvotturinn geisimikið atriði. Vatnskrafturinn verður að vera það mikill, að vatnið litist svo að seg'ja aldrei. Fer það eftir þvi, hvað vinnslan er mikil a hverjum stað, hvað vatnskrafturinn þarf að vera mikill. Um þelta mætti setja reglur með þvi að reikna út hve marga lítra þarf á tonn af fiski, svo vel sé, og' miða svo rennslismagn við venjuleg afköst í vinnslu. d'eljast verður alveg óviðunandi að taka sjó til þvottar á fiski, þar sem klóak eða skolpleiðslur liggja í námunda. Þótt ekki sé talið athugavert að þvo óskorinn fisk úr sjó, þá ætti að taka alveg fyrir það, að nota sjó á þann hátt, sem nú tíðkast víða, sem sé að dæla honum beint úr fjörunni. Þar sem svo hagar til, að nota verður sjó í stað vatns við þvott, á að talca brunna í flæðarmáli, það ofarlega, að sjórinn geli með góðu móti sigtazt í gegnum jarðveg- inn í brunninn. Flökun. Ég tel að við flökun verði að banna með öllu notkun vettlinga úr öðru en gúmmí. Vettlingar úr ull eða bómull taka strax í sig óhreinindi, og er ómögu- legt að halda þeim hreinum. Einnig' er alveg' sjálfsagt að setja alls staðar upp flutningsbönd til að flytja beinin út úr húsinu, og flökin á þann stað, sem þau eru vigtuð og pökkuð.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.