Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1945, Side 44

Ægir - 01.02.1945, Side 44
66 Æ G I R Eg ætla þá að lýsa fyrir ykkur í slór- um dráttum, hvernig vinnu er hagað- í stór- um og fullkomnum frystihúsum í Banda- ríkjunum, en þó ekki svo að skilja, að allur fiskur og matvæli sé fryst í slíkum fyrir- tækjum, heldur eru þetta ný fyrirmyndar hús, en það er einmitt það bezta, sem við eig- um að stefna markvisst að, að hér verði framkvæmt, því að óvíða munu skilyrði til hraðfrystingar á fiski eins góð og á íslandi. Ég ætla rétt til gamans að segja frá því, að ég sá frystihús í Bandaríkjunum, sem frysti fisk í stórum stíl til manneldis, með svo gamalli aðferð, að fiskurinn var frystur á 20 tímum inni á milli kæliröra eins og við notum til að frysta beitusild, og var fiskur- inn þar að auki í trékössum, sem voru úr %" þykku efni. Þetta var hálfgert hliðar- spor frá aðalefninu, og mun ég nú lýsa áð- urnefndu frystihúsi. Þá er hezt að byrja á byrjuninni. Þá er fiskurinn kom upp úr bátunum, var honum ýmist ekið á vögnum, sem gengu á spor- braut, eða hann var fluttur á vélknúnum flutningsböndum upp í móttökusalinn, þar sein fiskurinn var slægður og þveginn í þar lil gerðum þvottavélum, sem voru stórir gat- aðir sívalningar, er gengu að nokkru leyti í vatni. Einnig sá ég svipaða sívalninga, sem voru með beittum göddum að innan, er mynduðust við það, að götin voru rekin á. Voru þeir notaðir við afhreistrun á ýsu. Þar næst fór fiskurinn á löngu færibandi inn í salinn, þar sem flökynin fór fram. Var það upphitaður, bjartur og rúmgóður salur, en eftir honuin miðjum stóð mjög fullkomið flökunarborð, sem var þannig útbúið, að fiskurinn kom á færibandi inn eftir miðju horði endilöngu, og lá blikkrenna að hverri stúlku, sem við flökunina vann, þannig, að þær höfðu ávallt fisk fyrir framan sig, en til hliðar við hverja flökunarplötu voru göt í borðinu. í annað gatið köstuðu þær úr- ganginum og lenti hann þá á færibandi, sem flutti hann út í þró, en í hitt gatið köstuðu þær flökunum, sem þá héldu áfram á færi- bandi til þeirra, sem gegnumlýstu þau. Var það gert með þeim hætti, að hvert flak var borið að glerplötu, sem undir logaði sterkt Ijós, og þar með var gengið úr skugga um, hvort ormar eða blóð væri í fiskinum. Ef svo reyndist, voru þau flök tekin úr umferð. Þar næst héldu flökin áfram til þeirra stúlkna, sem vigtuðu þau, og var vigtunum þannig hagað, að aðeins þurfti að „nippa“ skálunum og féllu þá flökin á færiband, er flutti þau til þeirra, sem pökkuðu í (perga- ment og karton) umbúðir, siðan héldu pakk- arnir áfram í frystitækin, sem þarna voru Birdsey plötutæki með sjálfstillilokum og direct expansion. Var þar sett í tækin með þeim hætti, að pökkunum var raðað í vagna með hillum, sem höfðu sama millibil og plöturnar í frystitækinu. Var vögnunum síð- an ekið að frystitækjunum, hurðirnar á frystitækjunum opnaðar stutta stund og pökkunum ýtt inn í tækin á eina plötu í einu, síðan tækjunum lokað, hverjum skjá, og opnað f'yrir loku frá olíudælu, sem þrýsti plötunum saman með ákveðnum þrýstingi (hydraulic press). Eftir þrýstinguna var pökkunum pakkað í hinar stærri pappaumbúðir, og var til þess mjög fullkomin vél, sem lokaði kössunum, límdi þá aftur og stimplaði þá. Síðan runnu þeir á rúlluborði inn í kæligeymslur gegnum lítið lúgugat. Eins og þið heyrið, er hér um skipulag og tækni að ræða, og ég skal segja ykkur, að það, sem ég fyrst veitti athygli, var salurinn, þar sem stúlkurnar unnu við flökunina. Þær stóðu á þurrum trépöllum, sem voru sam- byggðir flökunarborðunum, í upphituðum sal, glaðar við sitt verk, á léttum skóni, i vinnusloppum, en ekki krókloppnar af kulda að dífa höndunum niður í volgt vatn eins og hér gerist. Mér varð hugsað heim, þar sem stúlkurnar standa sums staðar á blautum, köldum steingólfum, jafnvel í vatnssulli frá þvottaslöngum, og í stað hit- ans þarna hafa þær hér víðast hvar í flök- unarsalnum óeinangruð frystitækin, sem geisla frá sér -4- 30° C. Þessi vinnuaðferð borgar sig ekki. Bætið aðbúnað fólksins. Það mun auka vinnuafköstin. Þar, sem loft- þrýsting var notuð, var munurinn sá frá I''ramhald á blaðsíðu 89.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.