Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1945, Síða 45

Ægir - 01.02.1945, Síða 45
Æ G I R 67 Miðvikudaeinn 21. febrúar síðastl. var yngsta skipi Eimskipafélagsins sökkt, er l>að var á heim leið frá Englandi. Þessi sorgarfregn var heyrum kunn ísl. þjóðinni tveim dögum síðar. Fregnir af slysinu voru óljósar í fyrstu, að öðru leyti en því, að vitað var að 15 nxanns hafði farizt, 3 2 skipverjar og' þrír farþegar, en 30 bjargazt. Nálega þrem vikum síðar kom skipbrots- fólkið heim, og fengust þá nánari sagnir af því, hvernig slysið hafði að höndum borið. Þann 21. febr. var Dettifoss á siglingu í sæmilegu veðri. Um kl. 8V2 að morgni varð mikil sprenging framarlega í skipinu. Jafnskjótt og fólkið varð vart sprengingar- innar, þusti það út á þilfar og er talið, að allir hafi komizt úr klefuin sínum nema þeir, sem frammi í voru. Vistarverur há- seta og kyndara voru ofanþilja frammi í. Þegar sprengingin varð, voru 6 hásefar frammi í, 5 í borðsal og 1 í koju. Einnig munu nokkrir kyndarar liafa verið frammi i. Hvort þessir skipaverjar hafa slasazt í iverum sínum er ekki vitað, en háseli sá, er í koju var (Kristján Símonarson) komst lífs al'. Allt er á huldu um það, hversu miklar skemmdir urðu fr.ammi í skipinu, en þegar eftir sprenginguna tók það aö hallast á bakborðshlið. Engin tök voru á að koma út nema einum bátnum, þeim, er var miðskips bakborðsmegin, og munaði litlu að því yrði við komið áður en skipið sökk. Við sprenginguna losnaði einn fleki og öðrum var komið á ílot litlu síðar. Tal- ið er, að skipið hafi sokkið 5 mínútum síðar en sprengingin varð. Fólk það, sem hjargaðist, kastaði sér flest í sjóinn, en komst síðar í bátinn eða á flekana. A slærri flekann komust 17 manns, 2 á þann minni, en 11 í bátinn. Þeir, sem björguð- ust upp á minni flekann, voru síðar teknir upp í bátinn. Veður hafði verið bærilegt, en brátt tók að hvessa, Alltaf sást þó milli báts og fleka. Allir voru blautir og margir fáklæddir, því að sumir höfðu orðið að fara úr kojunum umsvifalaust. Svo mátti heita, að allir væri ómeiddir, er björguð- ust. Einn farþeginn (frá Euguine Bergin) var meðvitundarlaus, þegar honum var bjargað, en eftir að hafa fengið góða að- hlynningu hrestist liann. Klukkustund síð- ar en fólkið komst í bátinn og flekann bar að brezka hersnekkju, og tók liún við skip- brotsfólkinu. Var þar hlynnt að því á allan hátt. Þegar komið var lil hafnar, var þar fyrir fulltrúi frá Eimskipafélaginu, brezka hernum og Rauða krossinum enska. Eim- skipafélagið lét skipbrotsfólkinu í té föt og peninga og svo góða aðhlynningu, sem kostur var á að veita. Þau, sem fórust: Farþegar: tíerta Steinunn Zoege, frú, Bárugötu í), f. 8. júlí 1911, átti 1 barn, 10 ára. Giiðrún Jónsdóttir, skrifstofust., Blóm- vallagötu 13, f. 17. apríl 1911, bjá for- eldruin. Vilborg Stefánsdóttir, hjúkrunarkona, Hringbraut 68, f. 29. júní 1895. Skipverjar: Davið Gislason, t. stýrimaður, Njarðar- götu 35, f. 28. júlí 189Í, kvæntur og átti 5 börn: 12, 10, 8, 6 og 3ja ára. Jón tíogason, bryti, Hávallagötu 51, f. 30. maí 1892, lcvæntur og átli 3 barn lOára.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.