Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1945, Page 50

Ægir - 01.02.1945, Page 50
72 Æ G I R PaulWohl: Skipaþörf in og sigurinn í Evrópu. Skipasmíðar er ein þeirra greina í slyrjaldariðnaði Ameríku, sem ósigur I>jóðverja mun ekki hafa áhrif á. Þeim er farið á annan hátt en öðrum styrjaldar- iðnaði. Skriðdrekar og önnur vélahergögn, orrustuflugvélar og herbílar, er eingöngu framleitt til styrjaldarreksturs. Engum hlandast hugur um, hvað verður um þess- ar vígvélar, þegar stríðinu lýkur. Verk- smiðjur þær, sem nú framleiða þessi hernaðártæki, munu snúa sér að þeirri framleiðslu, er þær fengust við fyrir stríð; en þær verksmiðjur, sem ekki er kostur á að breyta, svo að fullum notum komi á friðartimum, verða lagðar niður. Samfara þessu skapast margþætt og erfið vanda- mál, en öllum er ljóst, að þau verður að leysa, og er lausn þeirra undir því komin, að takast megi að koma á heilbrigðu fjár- málakerfi í landinu. Skipasmíðastöðvunum verður hins veg'- ar ekki hægt að breyta. Framleiðsla þeirra verður skip sem fyrr, þær geta smíðað nýj- ar gerðir af skipum, aukið hraða þeirra, gert þau sparneytnari og jafnframt þokað hleðslu- og affenningartækni á hærra stig. Á Hauganesi ........... kr. 25 000 A Bakkafirði ............ — 25 000 Á Borgarfirði eystra ........ — 25 000 Á Vopnafirði ............ — 20 000 í Breiðdalsvík ............. — 25 000 Á Vopnafirði ............ — 20 000 Á Djúpavogi .................. — 50 000 í Hvalsskeri ................. — 10 000 í Öræfum . . ............... — 25 000 Til sjóvarnargarðs á Sauðár- króki, % kostnaðar, allt að — 20 000 Til hafnarbótasjóðs samkv. lögum ..................... — 300 000 Aðalaframleiðsla þeirra verður skip og' ekkert annað. En skilyrðin til þess að skip þessi komi að fullum notum eru undir þvi komin, að fjármálakerfi annarra verði með þeim hætti, að þau glæði og auki al- þjóðaviðskipti. Hvers vegna dregið hefur úr alþjóðavið- skiptum. Þótt skipaþörfin hljóti að aukast, jafn vel eftir að styrjöldinni i Evrópu lýkur, Iiefur þó allt beinzt í þá átt, að flutningar með skipum hafi farið minnkandi. Á ár- unum 1920—1938 minnkaði flutningur á heimshöfunum um 10—20% frá því sem var 1913. Aðeins á góðárunum 1928 og 1929 var flutningur með skipum örlitið meiri (um 10%) en á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöld. Minnkun skipsflutninganna orsakaðist af aukinni tækni og þeirri stjórnmálastefnu, sem svo að segja allur heimurinn fylgdi, en það var að búa sem mest að sínu. Önnur höfuðorsök þessa — aukin tækni — hlýtur að þróast áfram eftir stríðið. Þá má og gera ráð fyrir aukn- um iðnaði í nýlendunum og greiðari sam- göngum upp í löndin. En allt þetta mun stuðla að því, að flutningur með skipum minnkar. Vert er að hafa það í huga, að fram að síðustu aldamótum voru sum hinna stærri landa rétl numin með ströndum fram. • Ameríku, Asíu, Afríku og Ástralíu náði iðnaðarmenningin ekki nema stutt upp í land. Þróun iðnaðarins í miðríkjum Amer- íku gengur kraftaverki næst og þegar hlið- slætt hefur átt scr stað í Síberíu og' Mið- Asíu, rétt við hinar fornu þjóðleiðir lil Austurlanda, og í Suður-Ameríku, Ind- landi og' Kína, hljóta flutningar með járn- brautum og' fljótaflutningar mjög að draga

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.