Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1945, Qupperneq 54

Ægir - 01.02.1945, Qupperneq 54
76 Æ G I R að smíða skip með það fyrir augum að selja þau eða leigja til Færeyja. Fram til þessa hafa Færeýingar ekki átt hraðfrystihús, en nú er verið að reisa eitt í Þórshöfn. Hins vegar eiga þeir 4 stór íshús, er framleiða is með vélum og frysta beitusíld og auk þess eru 2 slík hús í smíð- um. Skortur á vörum lil útgerðar hefur ekki orðið Færeyingum til verulegs baga. Olíu hafa vélskipin jafnan getað fengið næga. Hörgull hefur ekki verið á veiðarfæruin og svo mun ekki heldur í ár, að því undan- skildu, að stundum liefur reynzt erfitt að fá botnvörpur. Stundum hefur einnig verið erfiðleikum bundið að ná í segldúk. Gúmmístígvél hafa verið torfengnust. Þeir, sem siglt hafa til Englands, hafa fengið úrlausn þar, en naumast þýðir nú lengur að leita í þau skjól. Nokkuð hafa íslend- ingar hjálpað upp á sakirnar í ])essum efnum. Mestur hefur stígvélaskorturinn verið hjá útróðrarmönnunum og orðið þeim mjög tilfinnanlegur. Færeyingar eru öðrum þræði landbún- aðarþjóð, og sú var tíð, að málshátturinn: „Færeyjaull er Færeyjagull“ bar fulla rentu. En nú er svo komið, að Færeyingar framleiða ekki nægilegt kjöt fyrir sig og' verða þvi að flytja inn mikið af kjöti. Síð- astl. haus var verði á nýju kjöti kr. 4.00 kg, ef keypt var beinl frá framleiðanda, en kr. 4.20 í verzlun. Verð á þurrkjöti (Skærpeköd), en það er þjóðarréttur Fær- eyinga, er kr. 5.00 kg, l)eint frá framleið- anda, en kr. 6.00 í verzlun. Þurrkjöt má ckki selja fyrr en eftir 1. janúar. — í Þórs- liöfn er mjólkurlítirinn seldur á 70 aura, en í smáþorpum víða um eyjarnar mun minna, eða 50—65 aura. Á vetrum er víða erfitt að fá næga mjólk. Samiá um sölu sjávarafuráa. Skömmu eftir áramót fór sendinefnd héðan til Englands til samningaumleitana um sölu sjávarafurða. í nefndinni voru: Magnús Sigurðsson bankastjóri, Richard Thors, framkvæmdastjóri, Ásgeir Ásgeirs- son bankastjóri og Jón Árnason- fram- kvæmdastjóri. Samkvæmt ósk hraðfyrsti- húseigenda fór Ivristján Einarsson fram- kvæmdastjóri með nefndinni, sem ráðu- nautur i sambandi við sölu á hraðfrystum fiski. Þann 16. marz síðastl. sendi samninga- nefnd utanríkisviðskipta svo hljóðandi til- kynningu: Þann 8. marz voru af brezka matvæla- ráðuneytinu og Samninganefnd utanríkis- viðskipta undirritaður samningur um sölu á frystum fiskflökum og löndun á isvörð- um fiski í Bretlandi. Seld liefur verið öll þessa árs framleiðsla af frystum fiskflökum að undanskildu litlu magni, sem heimilt er að ráðstafa til annarra landa, ef henta þykir. Ufsa- og keiluflök voru ekki seld með samningi þessuin og' takmarkað magn af nokkurum öðrum tegundum af flökum og hrognum, en það, sem umfram kann að verða, er heimilt að selja á frjálsum markaði. Söluverð á öllum fisktegundum er óbreytt frá því, sem gilti í fyrra árs samn- ingi, en bolfisk skal flaka þannig, að þunnildin séu að mestu skorin af. Verð á frystum hrognum er nokkuru lægra en síðastliðið ár. Greiðsluskilmálar eru þeir, að fislcurinn greiðist við afskipun, en sú breyting hefur verið gerð útflytjendum til hagnaðar, að ef fisknum er ekki afskipað innan 3ja mánaða, greiðir kaupandi 85% af and- virðinu og afganginn, 15%, við afskipun, en allur fiskurinn sé að fullu greiddur 31. jan. 1946. Kaupandi greiði geymslugjald kr. 30.00 per tonn á mánuði fyrir þann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.