Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1945, Qupperneq 60

Ægir - 01.02.1945, Qupperneq 60
82 Æ G I R ísak Jónsson. livar á landinu síld hefur fyrst verið notuð til beitu, en áreiðanlega varð það orðið al- mennt í Austfirðingafjórðungi, þegar lítil sem engin brögð voru að því víðast annars staðar. Einkum var það þrennt, sem studdi að því, að Austfirðingar gátu og þurftu að nota síld í agn. Síld gekk jafnaðarlega á hverju sumri í firðina, svo sem enn á sér stað, og því lögðu Norðmenn leið sína þang- að til aflafanga. Skortur á beitu, sem fisk- ur vildi líta við, var mikill og því eigi margra kosta völ. Þá var fitjað upp á þvi að reyna síldina, og hana mátti fá hjá Norðmönnum, ef menn höfðu ekki tæki eða tíma til að afla hennar sjálfir. Við skulum nú snúa hug oltkar austur, og þræða þróunina þar þessu viðvíkjandi, því að þaðan lágu þræðirnir að nokkru leyti til annarra landsfjórðunga. Sjálfsagt er að styðjast við frásögn þess mannsins, sem þekkti þetta af eigin raun og mjög kemur við sögu í upphafi íshúsanna. Mað- ur þessi er ísak Jónsson, er austan lands og norðan gekk stundum undir nafninu „lshúsa-lsak“. ísak var fæddur í Rima í Mjóafirði árið 1842. Hann ólst upp við venjuleg sveitar- störf, en byrjaði snemma að fara til fiskj- ar eða 17 ára gamall. Árið 1866 gerðist hann formaður og reri úr Mjóafirði. Bát þann, er ísak hóf formennsku á, átti séra Vigfús Guttormsson á Ásum í Fellum. Var það mjög sjaldgæft um þessar mundir, að Héraðsmenn hirtu um að stunda fiskveið- ar. Á fyrstu formannsárum ísaks þekktist ekki önnur beita eystra en ljósabeita, kindagarnir og lungu með alls konar rusli, er til féllst. Einstaka maður var þá að gera tilraun með að vera sér úti um skelfisk til beitu. En miklir erfiðleikar voru á að ná i hann og voru þeir, er notuð hann, illa séðir, því að hann var talinn spilla veiði hjá þeim, sem ekki áttu hans kosts. Telur ísak engan vafa á því, að það hafi aflazt betur á hann en það rask, sem tíðkaðist til bejtu. Næstu ár fékk ísak að kenna á því sem fleiri eystra, hvílíkar hömlur beitu- skorturinn lagði á útveginn. Fiskur var jafnan mikill fyrir, en dræmt gaf hann sig til vegna ólystugrar beitu. ísak veitti því athygli, að mestur varð aflinn hjá þeim, er mesta rækt lögðu við að vanda til beit- unnar. Árið 1875 byrjaði ísak að róa frá Vest- dalseyri í Seyðisfirði og gengu þá þaðan um 50 bátar. Um þetta leyti var saltfisk- verkun að byrja á Seyðisfirði og annars staðar eystra. Fram til þess tíma hafði all- ur fiskur verið hertur og seldur Héraðs- búum. Meðan svo háttaði til voru fislc- veiðar elcki stundaðar nema í hjáverkum, en aðaláherzlan lögð á búslcapinn. En þeg- ar svo var komið, að fiskurinn var orðinn verzlunarvara, fóru menn að sinna útveg- inuin meir. Seyðfirðingar byrjuðu þá að ráða sjómenn frá Faxaflóa, og urðu Sunn- lendingar fjölmennir eystra á tímabili, eins og síðar verður vikið að: Um þessar mundir var aflasæld í fjörð- unum og verð á fiski hátt, svo að yfirleitt þótti gróðavænlegt að fást við útgerð. Þeg- ar hér var koinið sögu, voru Norðmenn fyrir nokkru byrjaðir síldveiðar í Seyðis- firði. Síldin kom jafnan um miðjan júlí og var nú að nokkru ráðin hót á beituskort- inum, með því að nota síld til beitu. Keyptu útvegsmenn hana af Norðmönnum eða veiddu hana sjálfir í net. En langir tímar liðu svo meðan á vertíð stóð, að elcki var unnt að ná í sild og þar sem menn kunnu ekki ráð til að geyma hana og verja skemmdum var því oft þurrð á beitu. Og nú orðið þýddi ekki að róa ineð aðra beitu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.