Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1945, Qupperneq 62

Ægir - 01.02.1945, Qupperneq 62
84 Æ G I R Jóhannes Nordal. árinu 1893 eða snemina árs 1894 ritaði ísak Tryggva Gunnarssyni enn einu sinni og jafnhliða Þorbjörgu Sveindóttur Ijós- móður í Reykjavík, systur Jóns Sveins- sonar, sem fyrr er frá sagt. Þorbjörg var kunnur þjóðskörungur, er jafnan sótti bvert mál fast og gafst eigi upp, þótt ekki léti undan í fyrstu atrennu. Bað ísak Þor- björgu að tala við Tryggva, grennslast eft- ir, hvort hann hefði fengið bréf hans og skýra fyrir honum málavöxtu. Hvað Þor- hjörgu og Tryggva hefur farið á milli er ókunnugt, en svo mikið er víst, að nokk- uru siðar bað hann Sigurð skáld Jó- hannesson, er var á leið vestur um haf, að útvega sér tvo menn að vestan til þess að koma upp íshúsi í Reykjavík. Átti hann fyrst og fremst að reyna að fá ísak, ef þess væri kostur. Sigurður leysti erindi Tryggva skjótt og vel af hendi, þegar hann kom vestur. G,erði hann sér ferð til að finna Isak, og var það bundið fastmælum, að ísak tækist ferð á hendur til íslands og jafn framt réði hann Jóhannes Guðmunds- son Nordal. Lögðu þeir af slað frá Winni- peg 27. ág. 1894 og komu til Seyðisfjarðar mánuði síðar. ísalc varð eftir eystra og lieilsaði upp á frændur og vini, en Jó- hannes hélt áfram til Reykjavíkur. Skýrði ísak frá hugmynd sinni um ishúsbygging- ar og var henni misjafnlega tekið og jafn- vel fálega af sumum. Þó eignaðist þessi hugmynd þegar góða liðsmenn, þar sem voru bræðurnir Ivonráð og Vilhjálmur Hjálmarssynir í Mjóafirði og Skapti Jós- efsson ritstjóri á Seyðisfirði. Eftir ör- skamma viðdvöl eystra hélt ísak suður og iekk svo slcjóta ferð, að hann kom sam- dægurs Jóhannesi til Reykjavíkur. Gengu þeir þegar á fund Tryggva, er var hissa á komu þeirra, og sagðist jafn vel hafa búizt við, að þeir mundi aldrei koma. Greindi hann þeim jafnframt frá, að húið væri að kaupa efni í íshús og semja um smíði þess við menn í Reykjavík. Þá taldi hann, að ekki kæmi til mála -að taka nema annan þeirra og yrði ísak að ganga fyrir, þar sem liann hefði fyrstur manna haft orð á þessu. Það varð þó úr, að Jóhannes yrði kyrr í Reykjavík, því að ísak taldi, að hann mundi fá nóg að gera við íshússmíð- ar á Austurlandi og þar væri hann kunn- ugur. Þá skal vikið að því, sem gerzt hafði liér heima i þessum efnum frá því að Sigurður fór vestur með skilaboðin frá Tryggva og' þangað til þeir ísak og Jóhannes komu til Islands. Þann 15. sept. 1894 var boðað til fundar í verzlunarmannafélaginu í Reykjavík og flutti Tryggvi Gunnarsson þar erindi uffl að koma upp klakageymsluhúsi í liöfuð- staðnum. Taldi Tryggvi, að hús þetta þyrfti að vera svo stórt og fullkomið, að það gæti séð gufuskipum, er flytja vildu isvarinn fisk rnilli landa, fyrir ís og jafn- framt geymt sild til beitu. Fékk erindi Tryggva góðar viðtökur á fundinum. Var kosin 5 mann nefnd til þess að undirbúa stofnun hlutafélags í þessu skyni. Þetta sumar kom H. Th. Thomsen upp litlu íshúsi á Elliðaárhólinum með það fyrir augum að varðveita lax, sem veiddist í ánum, en hann hafði mikinn áhuga fyrir að flytja ísvarin matvæli á erlendan markað. Þann 5. nóv. var ísfélagið við Faxaflóa stofnað, og seg'ir í lögum þess, að tilgang- ur þess sé „að safna ís og geyma hann til varðveizlu matvælum og heitu, verzla með liann og það sem liann varðveitir, bæði innanlands og utan, og styðja að viðgangi betri veiðiaðferðar við þær fisktegundir,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.