Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1945, Page 64

Ægir - 01.02.1945, Page 64
86 Æ G I R liafi enga verkun, en séu þó skaðleg,“ segir Tryggvi. En það fór svo sem fyrra árið, að nokk- ur þilskip urðu til að fara með síld í fyrstu ferðina og öfluðu þau bæði vænni fisk og meiri en þau, sem síldarlaus voru. Mjög erfiðlega gekk að fá eigendur og formenn opnu bátanna til að nota frosna síld. Þeir sátu jafn vel í landi í bliðskapar- veðri, vegna beituleysis, að þeir sögðu, heidur en að kaupa sild í íshúsinu. Ýmsir fóru þó smám saman að blóta á laun. Veturinn 189(5 bar það meira að segja við, að menn aiistan úr Herdísarvík og Þor- lákshöfn fengu sér síld í íshúsinu í Reykjavík og báru hana á bakinu heim til sín. En laumulega fóru þeir að öllu, svipað og um gripna hluti væri að ræða. Þennan vetur kom fyrir atvik, sem gladdi Tryggva mitt í sýsli hans og baráttu fyrir íshúsinu og aukinni beitusíldarnotk- un. Kaupmaður al' Vesturlandi kom á fund hans og leitaðf ráða um íshús, sem hann hugði að koma upp hjá sér fyrir lok júlí- mánaðar. Tryggvi sagði honum, að þýðing- arlaust væri l'yrir hann að keppa við að ljúka við húsið svo snemma, því að hann fengi ekki ís í það fyrr en næsta vetur. Kaupmaður svaraði því einu til, að hann gæti keypt ís í Reykjavik eða Noregi og spurði Tryggva, livort íshúsið gæti ekki selt honum 50 smál. Tryggvi taldi ekkert því til fyrirstöðu, ef hann vildi leggja í kostnað við að sækja ísinn. Kaupmaður sagðisl eiga nokkur fiskiskip og í sinni, sveit væri góð veiðistöð, svo að líkindi væru til þess, að fyrir síldina kæmi svo miklu meira á land af fiski, að það svaraði til kostnaðarins við ísinn. Hann hefði ákveðið að leggja í þetta fyrirtæki 6000 kr„ en það mundi sennilega ekki nægja, því að hann þyrfti að stífla upp vatn á mýri, svo að hann gæti tekið hjá sér ís næsta vetur. Um stórhug þann, er birtist í orðum kaupmannsins, segir Tryggvi: „Að heyra svona mann tala, það er líkast viðbrigðun- um, þegar opnaður er gluggi á baðstofu; þar sem margir sitja inni og loftið er þungt."1) Grein sú, eftir Tryggva, sem hér hefur verið vitnað til, er bersýnilega rituð með það fyrir augum, að kveða niður ótrú manna á frystri síld til beitu og vekja áhuga fyrir íshúsinu. Tryggvi veit af margháttaðri reynslu, að það er sjaldan þakklátt starf að ráðast gegn hefð og hleypidómum. En hann lætur sig það engu skipta og greinina endar hann með þess- um orðum: „Það er sjaldnast vel þokkað verk að sýna mönnum sjálfa sig í spegli og flestir vilja hliðra sig hjá því. Ég veit að ég kemst ekki í dýrlingatölu fyrstu mánuðina eftir að þetta birtist, enda var það ekki tilgang- ur minn heldur hitt, að fá menn lil að taka dálitinn fjörkipp til framtakssemi og hættá við úreltar venjur og skoðanir." Hér verður eigi rakin frekar saga íshúss- ins í Reykjavík. Það kom fljótt í ljós, að það hafði hina mikilvægustu þýðingu fyr- ir útveginn í höfuðstaðnum auk þess sem 1) Kaupmaður sá.af Vesturlandi, er Tryggvi ;l hér við, mun nauinast vera annar en Pétur Thor- steinsson á Bildudal. Hann lét einmitt rcisa stórt og myndarlegt íshús sumarið 1897 og gera vatn- uppistöðu til istöku. Hafði Pétur sent mann utan til að kyniia sér rekstur og siníði isliúsa, og sa maður sá um að koma ísliúsinu upp og tók síðan við stjórn Jiess. Asgeirsverzlun á ísafirði let reyndar einnig reisa myndarlegt íshús petta suin- ar og gæti Tryggvi ]iví þeirra liiuta vegna átt við fyrirsvarsmann hennar. Liklegri finnst mér Þ° fyrri tilgátan.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.