Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1945, Síða 66

Ægir - 01.02.1945, Síða 66
88 Æ G I R Austra um útvegsmál. Er hann sama sinnis og Konráð um nytsemi íshúsa og hvetur útvegsmenn til að koma sér upp slíkum húsum. En Sveinn hefur jafnframt Jiugboð um, að ishúsin kunni að geta haft meiri þýðingu fyrir útveginn heldur en orðið sé. Um það farast honum svo orð: „... Auk þess sem íshúsin eru nauðsyn- leg lil að geyma í þeim beitu, þá eru þau einnig þörf lil að geyma í þeim fisk og kjöt svo óskemmt sé um lengri tíma. Skyldi það koma fyrir, að saltfiskur hætti að verða eftirsóknarvara, þá er mjög iíklegt að is- húsin, byggð i stærir stíl, verði til aðhjálpa íslendingum til að halda fiskinum i brúk- anlegu verði, svo lengi, sem nokkur skip fást til að l'lytja fiskinn í is milli Ianda. . . Þótt fjölgun íshúsanna væri langörust á Austfjörðum, leið eigi á löngu, að ishiis kæini í flestar helztu veiðistöðvar landsins. Frá Austfjörðum fór fsak í verstöðvarnar á Norðurlandi og sá þar um smíði margra húsa, auk J)ess sem hann leiðbeindi mönn- um á ýmsan hátl. Snemma árs 1901 kom bæklingur út eftir fsak, er heitir „fshús og beitugeymsla". Er hann ritaður fyrir áskorun Páls Briem amtmanns, og skrifar amtmaður formála að riti Jiessu. Dregur ísak þar upp ljósa mynd af því, hve sjáv- arútveginum sé nauðsynlegt að eignast ishús til beitugeymslu, jafnframt sem þar eru margvíslegar upplýsingar, sem vat'a- laust hal'a orðið útvegsmönnum og þeim, er stjórnuðu íshúsum, að nokkru liði. Þegar hér var koinið sögu, var ísak orðinn ishússtjóri á Oddeyri, en þar hafði þá ver- ið reist eitt stærsta ishúsið hér á landi. Gegndi hann því starl'i i nokkur ár. ísak drukknaði í Þorgeirsfirði 4. júlí 1906, en hann var þá farinn að búa á Þönglab'akka. Með komu ishúsanna urðu miklu merki- legri og þýðingarmeiri þáttaskil í sögu út- gerðarinnar en menn gera sér nú almennt Ijóst. — Fyrr var sagan sú, að allir Jieir, sem við fiskveiðar fengust á opnum skip- um, urðu að eyða löngum tíma og dýrinæt- um á vertíð hverri til öflunar beitu, sem ofl var Jiað léleg, að hún kom að litlu eða engu haldi. Þessi beituöflun kostaði mikið crfiði og slundum nokkra hættu. Stundum var að engu að hverfa í Jiessum efnum, og mátti Jiá flotinn sitja í landi, Jiótt á alla vegu væri stafa logn. Afkoma útgerðar- innar var ótrygg og hlutur þeirra, sem allt sitt áttu undir Jiessari atvinnu, svo smár, að hann hrökk naumlega fyrir nauðþurft- um. En fyrir augum þessara manna óð síldin — bezta kjörbeitan, sem enn hefur Jiekkzt — án þess að hennar fengizt not nema að sáralitlu leyti. — Með komu is- húsanna var gerbreyting á öllu Jiessu. Síld- in varð Jiá undirstaðan undir þorskveið- unum og svo hefur verið æ síðan. Þegar vélbátaöldin hófst voru 40 íshús í landinu, og Jiað voru einmitt Jiau, sem áttu giftu- drýgstan þátl í því, að vélbátaútgerðin' jókst svo örhratt og raun varð á. Það mætti nú ætla, að ríkið hefði ekki látið standa á sér við að ýta undir jafn mikilvægar umbætur og' íshúsin voru. ísak og Jóhannes Nordal fóru báðir fram á Jiað við Alþingi, að ferðakostnaður þeirra heim yrði greiddur af opinberu fé og jafnframt sótti ísak um 500 kr. styrk í 2 ár, svo að hann gæti ferðazt milli verstöðva og leið- beint við ishúsbyggingar. En ekki var beiðnum Jiessum sinnt. Guttormur Vigfús- son hreyfði því á Alþingi 1899, að ísak yrðu veittar 300 kr. í viðurkenningar skyni fyrir starf sitt, en hann hafði þá slaðið fyrir flestum ishúsbyggum á Aust- ur- og Norðurlandi og sýnt óbilandi áhuga og dugnað í að fá menn til þeirra fra'in- kvæmda. En það fór sem fyrri daginn, að slíkt starf taldist ekki viðurkenningarhæft. Þess má geta að lokum í sambandi við afskipti hins opinbera af Jiessu máli, að á Alþingi 1897 var samþykkt að veita úr Við- lagasjóði kr. 30 þús. til ísgeymslufélaga eða einstakra manna, er hafa byggt ís- geymsluhús. Lán Jiessi ávaxtast með 3% og sé hið fyrsta ár afborgpnarlaust, cn endurborgist síðan á sjö árum og veitist að- eins gegn fulltryggu veði, Lelst þar á meðal veð í húsunum sjálfum ásamt sjálfskuld- arábyrgð, og sé eigi lánað meira en 3000

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.