Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1945, Page 67

Ægir - 01.02.1945, Page 67
Æ G I R 89 kr. í hvern stað. — Mönnum þótti þessi kjör eigi sérlega aðgengileg, og fram til 1901 mun enginn hafa tekið lán úr sjóðn- um til íshúsbygginga, en hvað síðar hefur orðið veit ég ekki um. Stundum har það við, að leitað var að- stoðar sýslusjóða lil íshúsbygginga, en þar var sjaldnast nokkuð laust fyrir til slíkra framkvæmda. Þannig var t. d. Hnífsdæl- ingum neitað um aðstoð 1896. Þrettán árum síðar en Isak og Jóhannes Nordal komu hingað til lands var reist fyrsta íshúsið, er hafði vélar. Vestmann- eyingar riðu þar á vaðið fyrir forgöngu Gisla Johnsens, en íshúsfélag Vestmanna- eyja stóð að þessu fyrirtæki. Áhugi var mikill fyrir að koma upp þessu húsi. Mátti heita, að allir, sem einhver afskipti höfðu al' útgerð, ætti hluti í ísfélaginu og auk þess ýmsir aðrir. ísféiagið hóf síðan út- flutning á frystum fiski, aðallega lúðu. Þar er að finna forboða þess iðnaðar, sem nú er orðinn einna veigamestur í landi hér. Það er jafnan skyll að virða og meta það sem vel er gert. Forgöngumenn íshús- anna á íslandi áttu eigi ómerkan þátt í að treysta framtíðargrunn útvegsins. Þótt hér hafi verið farið skjótt yfir sögu, vona ég þó, að af þessu yfirliti megi fá nokkra liugmyndu um, livað í raun og veru gerðist með komu íshúsanna. L. K. Kramhald af blaðsíðu 66. plötutækjunum, að fiskpökkunum var raðað í vagna, sem síðan var ekið inn í frystigöng, þar sem hitastigið var -f- 40° C. og mjög sterkur loftstraumur lék á milli pakkanna. Þessi aðferð er mikið að ryðja sér til rúms og þykir mjög þægilegt að vinna við hana. Að lokum, verkstjórar góðir, vil ég árna ykkur öllum heilla í starfinu og óska þess, að hlutverk ykkar verði að sameina það hezta úr vélum og tækjum með góðu sam- starfi við starfsfólkið og um fram allt að auka á starfsgleði þess með bættum vinnu- skilyrðum.1) 1) Erindi flutt á námskeiði hraðfrystihúsverk- stjóra 28. júlí 1944. Fiskaflinn 28. febrúar 1944. (Miðað við slægðan íisk með haus). Febr Jan.-febr. Jan.-febr. 1945 1945 1944 1. Fiskur, ísaður: •mál- smáL smái. a) í útflutningsskip .. 7 878 14 927 11 1293 b) Afli fiskiskipa útfl. af þeim 4 936 11443 7414 Samtals 12 814 26 370 18 707 2. Fiskur til frystingar.. 6 769 9 561 11 927 3. Fiskur i lierzlu » » 64 4. Fiskur lil niðursuðu . 28 146 75 5. Fiskur í salt: a) Venjul. saltfiskur . » 538 152 b) Tunnusaltaður .... » » » 6. Fiskur til neyzlu .... 445 445 5 7. Sild: brædd, fryst, sölt. » » » Samtals 20 056 37 060 30 930 Nýtt hraðfrystihús á Ak ranesi. Um miðjan febrúar siðastl. tók nýtt hraðfrystihús til slarfa á Akranesi. Hús þetta er 1250 fermetrar og er tvær hæðir, eða alls 8064 teningsmetrar. Það getur fryst um 20 smálestir af fiskflökum á sól- íirhring. Þar er geymslurúm fyrir 700 smál. af fiskflökum, 3000 tunnur af síld og 350 slampa af línu. Auk vinnusals, vélarrúms og geymslurúms er í húsinu stór fisktöku- salur og heitingarpláss fyrir 4 báta, kaffi- slofa, bað og snyrtiherbergi fyrir verka- fólk. Uppi er umbúða- og veiðarfæra- geymsla. Húsið er hitað með kælivatni og úlblæstri mótoranna. Óskar Sveinsson byggingameistari teikn- aði húsið og hafði umsjón með smíði þess. Vélsmiðjan Héðinn i Reykjavík sá um uppsetningu véla og frystikerfis. Sveinn Guðmundsson rafvirki sá um raflögn, Sig- urður Símonarson um múrhúðun og Sig- urður Ólafsson í Reykjavík reiknaði út járnbinding. Hús þetta stendur rétt upp af bryggj- unni á Akranesi. Eigandi jiess er H/í'. Heimaskagi, en framkvæmdastjóri þess er Júlíus Þórðarson, sonur Þórðar heitins Asmundssonar.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.