Ægir - 01.02.1945, Qupperneq 69
Æ G I R
91
bátar frá ísafirði, Hnífsdal og Súðavík).
Alls stunduðu 14 vélbátar og 3—4 árabátar
veiðar í marz.
Fyrstu dagana í apríl var góður afli, en
fregur úr því. Stærri bátarnir sóttu austur
með Hornströndum og fengu mest um 7500
kg í róðri. Mest voru farnir 22 róðrar.
Hæslir hlutir í apríl voru 1280 kr. Ára-
bátar öfluðu vel síðast í mánuðinum. Fisk-
urinn var að mestu látinn i skip. Allmikill
bluti aflans í Djúpveiðistöðvunum hefur
verið steinbítur.
Suðureyri. Þar var gæftasamt í marz og
afli yfirleitt góður. Oftast var róið 17 sinn-
um. Mestur afli í róðri var um 11 000 kg
hausað.
í aprílmánuði var afli yfirleitt fremur
tregur og misjafn. Steinbíts gætti all mik-
ils. Var hann stundum allt að helmingur
afláns. Mest voru farnir 18 róðrar og afl-
aðisl 13 000 kg, þegar bezt lét. Aflinn var
allur látinn í frystihús á Suðureyri og
Flateyri.
Flateyri. Þar var ágætis afli í iharz.
Mesta veiði í sjóferð var uin 11 000 kg, með
haus. Mánaðarhlulir urðu 1600—2400 kr.
Aflinn var hraðfrystur. Nokkrir aðkomu-
bátar seldu afla sinn á Flateyri.
Afli var yfirleitt góður í aprílmánuði,
Oftast var róið 19 sinnum og fengust 8500
hg mest í róðri. Mánaðarhlutir urðu 1400-—
1500 kr. Aflinn var allur látinn í hrað-
frystihús.
Þingeyri. Þaðan reru 3 bátar í marz og
fóru 2 þeirra 12 róðra, en sá þriðji 9. Afli
var ágætur, eða 3500—12 400 kg í róðri.
í aprílmánuði voru mest farnir 14 róðr-
«‘>r. Afli var góður, en all steinbitsborinn.
^lest aflaðist um 9000 kg í róðri. Fiskur-
bin var allur hraðfrystur.
Bildudalur. Tveir vélbátar stunduðu
þorsltveiðar í marzmánuði og öfluðu vel.
Fékk annar þeirra 69 smáb, en hinn 49.
Einn bátur var á rækjuveiðum og fiskaði
vel.
Sömu bátar slunduðu veiðar i apríl og' í
fyrra niánuði og undir lok mánaðarins
bættist við þriðji báturinn. Afli var góður,
Útfluttar sjávarafurðir í jan. 1945.
Jan.
ísfiskur: kg
Samtals ......................... 1‘2 173 431
Stóra-Bretland ................. 12 173 431
Freðfiskur:
Samtals ........................... 3 245 231
Stóra-Bretland .................. 3 245 231
Síldarmjöl.
Samtals ........................ 870 (MM)
Bandaríkin ................... 870 000
en allmikið af steinbíti í honum. Af þeim
bátum, er veiðar stunduðu allan mánuð-
inn, fékk annar 70 smál. í 18 róðrum, en
liinn 60 smál. í 19 róðrum. Rækjuveiða-
báturinn aflaði rúm 4000 kg i mánuðinum
og er það talið gott.
Patreksfjörður. Þar var reytingsafli í
marz eða 3500—6500 kg í róðri. Mest voru
farnar 15 sjóíerðir. Línutap var mikið.
Talið var að einn bátanna hefði misst 240
lóðir í mánuðinuin.
í aprílmánuði var góður afli yfirleitt,
5000—8000 kg í róðri á stærri bátana. Mest
voru farnir 18 róðrar. Einn opinn vél-
liátur, með tveim mönnuni á, var á hand-
færaveiðum í firðinum og aflaði 800—
1000 kg í róðri. Fiskurinn var hraðfrystur.
Norðlendingafjórðungur.
Skagaströnd. Þar byrjuðu róðrar 14.
marz og stunduðu 1 þilbátar og 4 opnir
vélbátar veiðar í þessum mánuði. Afli var
mjög stutt sóttur og voru farnar tvær sjó-
ferðir á sólarhring, þegar veður leyfði.
Dagafli bátanna var allt upp í 4000 kg.
í apríl stunduðu jafn margir bátar veið-
ar. Fóru þeir almennt 20 róðra og fiskuðu
vel. Það sem aflaðist báða mánuðina vor
látið í frystihús.
Hofsós. Tveir þiljaðir bátar og þrír opnir
\élbátar byrjuðu róðra i apríl og fóru 10
róðra. Afli var sæmilegur, þilbátarnir fisk-