Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1945, Page 74

Ægir - 01.02.1945, Page 74
96 Æ G I R EKKI lengur segl og árar - heldur vélar frá Vélasölunni. flléla»alant ImnmnMiiM'iiiH'ittnr SIMI 6401 SlMNEFNI: VÉLASALAN héraði og fyrir hæstarétti, samtals kr. 10 000.00. Friðrikssjóður. Lengi hefur verið um það rætt, að eðli- legt væri, að þeim mönnum, er sýna sér- staka fórnfýsi og afrek við björgun á mönnum úr lífsháska, væri veitt einhvers konar viðurkenning. Hafa oft verið uppi raddir um, að Slysavarnafélag íslands beitti sér fyrir framkvæmd í þessuin efn- um. Nú hefur verið hafizt handa um þessa hluti fyrir atheina Slysavarnafélagsins. Seint á síðastl. ári andaðist Friðrik Halldórsson loftskeytamaður, ritari Slysa- varnafélagsins. Við fráfall hans ákvað stjórn Slysavarnafélagsins að mynda sér- stakan sjóð, með þeim gjöfum, er bærust lil minningar um hann. Úr þessum sjóði slcyldi svo veita þeim mönnum heiðursverð- laun, er með snarræði og hjálpfýsi yrðu til þess að bjarga öðrum frá bráðum hana eða yfirvofandi hættu. Þeir urðu margir sem minntust Friðriks lieitins og meðal þeirra voru Sjómanna- dagsráðið í Reykjavik og Alþýðusamband- ið. Stjórn Slysavarnafélagsins lagði 1000 kr. í þennan sjóð. Ætlunin er að hann aukizt svo smám saman. Þeim, sem jþekktu Friðrik og hið óeig- ingjarna starf hans í þágu sjómanna- stéttarinnar, þykir ekki ósennilegt, að þéir verði margir, sem muna Friðrikssjóð, er þeir vilja minnast látinna vina sinna. Slysavarnafélag íslands á annan sjóð, er nota á í sama skyni og Friðrikssjóð. Var hann gefinn til minningar um Gunnar heitinn Hafberg. Úr honum skal veita unglingum viðurkenningu fyrir björgunar- afrek. Ritstjóri: Lúðvík Kristjánsson. Rikisprentsmiðjan Gutenberg.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.