Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Blaðsíða 23
IÐUNN
Vetrarmorgunn.
ií)i
fjarlægra landa og fengu alt, sem jieir vildu, löngu
áður en hann fæddist.
Hvað Jretta barn getur séð alla skapaða hluti, hafði
móðir hans sagt einu sinni, er hann trúði henni fyrir
þessu í _einrúmi. Pau hvísluðust á hitt og þetta, sem
enginn mátt vita; um söng; um fjarlæg lönd.
— Ef maður fer langt, langt burt, sagði hann og hélt
i höndina á henni, þar sem hann sat á rúmstokki henn-
ar, — getur maður þá fengið alt, sem maður vill?
Já, elskan mín, sagði hún þreytt.
Og orðið hvað sem maður vill?
— Já, svaraði hún utan við sig.
— í vor, sagöi hann, þá ætla ég að klifra upp á
bæjarfjallið og vita, hvort ég sé hin löndin.
Þögn.
Mamma. i fyrra sumar, þá sá ég einu sinni foss-
inn i bæjargljúfrinu, að hann rann upp á móti í vind-
inum; hann fauk til baka upp yfir fjallsbrúnina.
Elskan min, sagði hún þá, — mig dreymdi svolítið
um þig.
— Ha?
— Mig dreymdi, að huldukonan tók mig með sér í
hann Bæjarklett og rétti mér könnu af nýmjólk og sagði
mér að drekka, og þegar ég var búin að drekka, þá
segir huldukonan; Vertu góð við hann Nonna litla,
þvi hann á að syngja fyrir allan heiminn.
— Hvernig? spurði hann.
Ég veit það ekki, sagði móðir hans.
Svo hvíldi hann við brjóst móður sinnar um stund og
vissi ekki um neitt í öllum heiminum, nema hjarta
móður sinnar, sem sló. Að lokuin reis hann upp.