Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Blaðsíða 26
29Ö
Vetrarmorgunn.
IÐONiV
særa Ástu Sóllilju fram úr djúpum svefnsins. Þessi at-
höfn endurtók sig eftir sömu reglum á hverjum morgni,.
og enda Jrótt hún virtist Ástu sjálfri jafn-framandi á
hverjum morgni, pá kunni drengurinn hana nógu vel til
Jress að vera hennar minnugur æfilangt.
Mikil fyrirmunun er að horfa upp á þessa eymd!
Hálf-fullorðin manneskjan, ég segi pað satt! f>að er eins
og þessir blessaðir aumingjar hafi hvorki ráð né rænu.
Var nú i rauninni við pvi að búast, að nokkur, sem
svaf á annað borð, gæti vaknað af þvílíku hjali? iJað'
var engu líkara en gainla konan væri áð nöldra þetta
við sjálfa sig inn á milli morgunsálmanna. Enda hélt
Ásta Sóllilja áfram að sofa með höfuðið uppi í horniv
opinn munninn, hnakkann keyrðan á bak aftur, annan
lófann undir eyranu, en hinn opinn til hálfs ofan á
sænginni, eins og hún byggist við pvi í svefninum, að
einhver legði hamingjuna í .lófa hennar. Skyrtan hennar
var stögluð í hálsmálinu og auðsjáanlega mikið hlaup-
in. Svo hélt formálinn áfram:
Það er svo sem auðséð, að pað er ekki til nokkui
hugsun í jiessum aumingjum. Hvernig ættu nokkurn
tíma að geta orðið manneskjur úr pessu, — hún talaði
mjög i fleirtölu um Ástu Sóililju, — og eiga ekki nema
einn skyrturæfil! (Hærra): Sóllilja, prjónarnir pínir
bíða, manneskja! Það er kornið fram undir dagmál og
bráðum hádegi. (Drengurinn staðreyndi aðferð öinm-
unnar í tímareikningi æfinlega með jafn-mikilli undrun.)
Svo er dálítil pögn, að pví undanteknu, að vatns-
boginn stendur yndislega úr katlinum niður i pokann
samfara dumbu hljóði, ilmprunginni gufu, og Ásta Söl-
liija heldur áfram að sofa. Síðan heldur gantla konan
áfram, meðan kaffið er að síga niður úr pokanum: