Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Blaðsíða 75
JÐUNN
Geimgeislarnir.
Luplau Janssen, mag. srient.
Fastastjörnurnar eöa sólirnar geisla án afláts feiki-
legu orkumagni til allra átta í himingeimnum, og aiV
eins hverfandi lítill hluti þessarar útgeislunar kernur
öörum hnöttum til góöa. Svo virðist í fljótu bragði, aö-
öll þessi orkukynstur fari til ónýtis, dreifist út um geim-
inn sem rafbylgjur eða ljós- og hita-bylgjur og tapist
lengra og lengra út í órafjarskann.
Þegar vér horfum á lýsandi stjörnu, sem geislar út
frá sér ljósi, hita o. s. frv., erum vér i raun og veru
vitni aö stórkostlegri eyðingu á efni hennar. Efni einnar
stjörnu er orkuforði hennar, og þetta orkumagn er
svo mikið, að stjarnan getur haldið áfram að lýsa og
geisla um nokkrar biljónir ára i minsta lagi. Og þótt
vér dauðlegir og skammsýnir menn getum ekki gert
oss i hugarlund slíkar órafjarlægðir í tíma, skiljunr
vér samt sem áður, að fyrir hverri stjörnu hlýtur að
reka að [>ví, að orkuforði hennar gangi til [mrðar. Eftir
því sem vér bezt vitum, berst stjörnunni mjög lítiö-
orkumagn utan að — svo lítið, að það hverfur ger-
samlega í samanburði við þau feikn, sem hún geislar
út frá sér.
Hvarvetna í rúminu viröist þessi upplausnar-starfsemj
eiga sér stað. Aftur á móti verðum vér lítt varir þeirrar
starfsemi, sem fer í gagnstæða átt, byggir upp aftur
með því að safna hinu útgeislaða orkumagni saman
á ný til efniviðar i nýjar stjörnur í stað þeirra, et