Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Blaðsíða 104
374
Bækur.
IÐUNN
Ég hygg, að það sé einkum sveitafólkið, sem kann að
meta ljóðagerð J. Th. Það er mjög eðlilegt, því hann
er fyrst og fremst sveitamaður sjálfur í hugsunarhætti
og viðhorfi öllu. Sveitafólk talar mikið um veðrið, enda á
hóndinn að jafnaði alt undir því. Og ef Iitið er á nöfnin á
Ijóðabókum J. Th., gæti maður freistast til að halda,
•að hann hefði alt af verið að yrkja um veðrið. Snæljós,
Kyljur, Stillur, Heiðvindar heita þær. Nú fer því vitanlega
fjarri, að hann yrki ekki um annað en veðrið og náttúruna.
Um það kveður hann sízt meira en önnur skáld, og hann er
skygnari og athugulli á mannlífið og manneðlið en flest
þeirra. En augað, sem sér, er hið glögga veðurauga
■bóndans — glögt á veðrabrigðin bæði í lofti og í lundu.
Efagjarn er J. Th. og gín ekki við hverri flugu, sem
flýgur. Ihyglin virðist ríkur þáttur í skaþgerð hans. „Mér
duga hvorki ruglu-rök né ritninganna sögn,“ segir hann. Ég
hygg, að hann horfi með undrun og jafnvel óbeit á ýnís
rassaköst hins nýja tíma. Kemur það nokkuð fram í þessarí
bók (t mistri t. d.). Að vísu kveður hann mikla og að
mörgu glæsilega lofdrápu til nútímans (Ný tíð). En seinna
í bókinni getur að lesa annað kvæði (Suða—gufa) um þessa
sömu samtíð, og verður þar nokkuð annað uppi á teningn-
um. Og mér virðist það vera frekar til málamynda — lík-
lega vegna þess, að hitt kvæðið er komið á undan — að
■hann slær í það botninn á þessa leið:
t sótthitanum samtíð
þó svitni og rugli margt,
mun frískast aftur framtíð
við frjósamt vor og bjart.
Kaldranalegur þykir J. Th. á stundum, og verður það
tæpast af honum skafið. Þó ber ef til vill minna á því í
þessari bók en stundum áður, og er þó hvergi nærri ör-
grant. Nægir þar að benda á Nöldur Drómundar og Talað
af sér. Það eru nöpur kvæði og kaldhæðin og sverja
sig mjög til ættar. Aftur á móti er auðvelt að finna sárs-
aukann og mannúðina á bak við þriðja kvæðið svipaðrar
tegundar, Óráð. Það vekur grun um, að oft sé kaldhæðnm
ekki annað en skel, sem ætlað er að dylja logandi sárs-
auka og ríkar tilfinningar. Að skáldið á sér hlýju í brjósti,