Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Blaðsíða 10
280
Vetrarmorgunn.
IÐUNN
sem vitjar einnig þín, þegar Jjú ert oröinn svo gamall,
að þú ert aftur orðinn barn.
— Deyja þá engir nema lítil börn?
Af hverju hafði hann spurt að því?
Það var vegna þess, að í gær hafði faðir hans farið
fram í sveit með litla barnið, sem dó. Hann hafði borið
það í kassa á bakinu til þess að grafa það hjá prestin-
um og hreppstjóranum. Presturinn grefur holu niður í
jörð hreppstjórans og syngur.
— Verð ég einhvern tíma aftur lítið barn? spurði
drengurinn, sjö vetra gainall.
Og móðir hans, sem hafði sungið honum undarleg
kvæði og útskýrt honum framandi Iönd, hún svaraði
þreytulega, þar sem hún lá í rúminu, veik:
— Þegar maður er orðinn gamall, [)á verður maður
aftur eins og lítið barn.
— Og deyr? spurði drengurinn.
Það var strengur, í brjósti hans, sem hrökk, einn af
þessum smágervu strengjum bernskunnar, sem hrökkva
áður en maðurinn hefir gert sér þess grein, að þeir
hljómi, og þessi strengur hljómar aldrei meir, hann er
héðan í frá minning ein frá ótrúlegum dögum.
— Við deyjum öll.
Seinna um daginn hafði hann vakið máls á því að
nýju, í þetta skifti við ömmu sína:
— Ég veit um einn, sem aldrei deyr.
— Jæja, garmskarnið, sagði hún, sneri frá honum
höfðinu eins og hennar var siður, þegar hún leit á
fólk, og rendi til hans auga niður með nefinu, hver
er það?
— Það er hann pabbi, sagði drengurinn. Og þö var
hann alls ekki öruggur, nema sér kynni að skjátlast ,i