Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Blaðsíða 81
ÍÐUNN
Geimgeislarnir.
351
sönnun þess, aö úti i alheimsrúminu eigi sér stað
myndun frumefna af lægri (einfaldari) frumpörtum.
En pessi starfsemi er pá alger andstæða þeirrar, er
fram fer í stjörnunum, par sem frumefnin eru aö
leysast sundur.
Nú liggur beint við að spyrja, hvort svo mikið kveði
að pessari starfsemi, að hugsanlegt sé, að frumefni
myndist í stórum stíl. Þeirri spurningu verður afdráttar-
laust að svara játandi. Mælingarnar gefa sem sé þá
niðurstöðu, að tíundi hluti peirrar geislaorku — að
geislaorku sólarinnar undanskilinni — sem jörðin tekur
á móti utan úr geimnum, stafi frá þessum geimgeislum.
Næsta viðfangsefnið verður pá þetta: Hvar í geimn-
um eiga pessar umbreytingar sér stað? Er pað í hinu
auða (að því er virðist) rúmi, eða er pað í iðrum stjarn-
anna? Svarið er þetta: Ef til vill stafa hinar veikustu
tegundir geimgeisla frá ákveönum flokki ungra stjarna.
En hinir styrkari geimgeislar virðast koma frá öllum
áttum rúmsins, án þess að hægt sé að ákveða þeim
nokkra stefnu eða benda á neina höfuð-uppsprettu
peirra.
Uppgötvun geimgeislanna og hinar viðdrægu álykt-
anir, sem rannsókn pessa fyrirbrigöis hefir leitt af sér,
hafa orðið harla afleiðingarikar fyrir skoðanir vorar
og skilning á heimsrásinni.
Á siðast liðnum 60—70 árum höfðu stjörnufræðin og
eðlisfræðin i sameiningu bygt upp ákveðna heimsmynd,
sem hafði á reiðum höndum skýringar á flestum peim
fyrirbrigðum, sem skynjun vor og skilningur á við að
glírna. Vér höfðum lært að pekkja ómælisdjúp geimsins;
vér höfðum gert oss grein fyrir þróunarferli hinnar
geislandi stjörnu i aðaldráttum, og rannsóknarferðir
vorar inn í veraldir smá-eindanna höfðu gefið oss.