Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Blaðsíða 55
iðunn Framvindan og sagan. 325
vorra tíma hafa borist af ritstörfum fornaldarmanna.
Þegar frá eru dregin þau ritverk, sem eingöngu voru
helguð frásögum um guði og vætti ýmis konar, þá má
segja, að viðfangsefnin hafi langsamlega rnest verið
frásagnir um atburði fortíðarinnar. Samt sem áður verð-
ur ekki sagt, að sagnfræði í nútíma skilningi hefjist
fyr en á síðustu öldum. Þetta stafar ekki af pví, að
frásagnarar hafi ekki oft beitt peirri dómgreind og ná-
kvæmni og skarpskygni í vali og úrskurðum sínum um
atburðina, sem nú þykir ágætast einkenni á hverjum
sagnaritara, heldur af hinu, að frásögurnar eru pví nær
ávalt einangraðar frá lífinu að öðru leyti. Nú á timum
er pað eitt talið til sagnfræði, er höfundurinn hefir
ekki Iátið sér nægja að rekja atburðarásina, heldur og
varpað yfir hana einhverri birtu skilnings síns. Sagna-
ritarinn leitast við að átta sig á þeim öflum, sem að
baki hinna ytri atburða eru faldir, og gera grein fyrir
peim. Sagnaritun í nútíma skilningi hefst, pegar menn
hætta að skrifa annála og krönikur.
Það er ýmsra manna mál, að aldahvörfin í þessu efni
verði þar, sem franski biskupinn Bossuet ritar Alheims-
sögu sína. Bossuet var hirðpredikari Loðvíks XIV. og
kennari ríkiserfingjans. Maðurinn var afburðamaður á
marga lund — allra manna hugrakkastur og stórlærð-
ur. Honum lék hugur á að hjálpa lærisveini sínum til
þess að átta sig á þeim lærdómi, er í sögunni fælist,
og ritaði því sjálfur þetta stórfelda verk honum til
leiðbeiningar. Því miður bar kenslan ekki tilætlaðan
árangur, því að Loðvík XV. hefir jafnan þótt ömerkur
konungur. En sjálfur mun Bossuet hafa litið svo á, sem
í verki þessu fælist hin nákvæmasta leiðbeining um höf
mannlífsins.
Undirstaða Bossuets er sú bugsun, að mennirnir séu