Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Blaðsíða 55

Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Blaðsíða 55
iðunn Framvindan og sagan. 325 vorra tíma hafa borist af ritstörfum fornaldarmanna. Þegar frá eru dregin þau ritverk, sem eingöngu voru helguð frásögum um guði og vætti ýmis konar, þá má segja, að viðfangsefnin hafi langsamlega rnest verið frásagnir um atburði fortíðarinnar. Samt sem áður verð- ur ekki sagt, að sagnfræði í nútíma skilningi hefjist fyr en á síðustu öldum. Þetta stafar ekki af pví, að frásagnarar hafi ekki oft beitt peirri dómgreind og ná- kvæmni og skarpskygni í vali og úrskurðum sínum um atburðina, sem nú þykir ágætast einkenni á hverjum sagnaritara, heldur af hinu, að frásögurnar eru pví nær ávalt einangraðar frá lífinu að öðru leyti. Nú á timum er pað eitt talið til sagnfræði, er höfundurinn hefir ekki Iátið sér nægja að rekja atburðarásina, heldur og varpað yfir hana einhverri birtu skilnings síns. Sagna- ritarinn leitast við að átta sig á þeim öflum, sem að baki hinna ytri atburða eru faldir, og gera grein fyrir peim. Sagnaritun í nútíma skilningi hefst, pegar menn hætta að skrifa annála og krönikur. Það er ýmsra manna mál, að aldahvörfin í þessu efni verði þar, sem franski biskupinn Bossuet ritar Alheims- sögu sína. Bossuet var hirðpredikari Loðvíks XIV. og kennari ríkiserfingjans. Maðurinn var afburðamaður á marga lund — allra manna hugrakkastur og stórlærð- ur. Honum lék hugur á að hjálpa lærisveini sínum til þess að átta sig á þeim lærdómi, er í sögunni fælist, og ritaði því sjálfur þetta stórfelda verk honum til leiðbeiningar. Því miður bar kenslan ekki tilætlaðan árangur, því að Loðvík XV. hefir jafnan þótt ömerkur konungur. En sjálfur mun Bossuet hafa litið svo á, sem í verki þessu fælist hin nákvæmasta leiðbeining um höf mannlífsins. Undirstaða Bossuets er sú bugsun, að mennirnir séu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.