Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1953, Qupperneq 6

Ægir - 01.11.1953, Qupperneq 6
260 Æ G I R Starfsfóik Rannsóknar- stofunnar við Skúlagötu. Frcmri röð frá vinslri: Sigríður Er- lendsdótlir, Kristin Porbjarnardótlir og Sveinborg Kristjáns- dóllir. Aftari röð: Dr. Sigurður Pél- ursson, gerlafrœð- ingur, Júlíus Guð- mundsson, efna- frœðingur, dr. Þórð- ur Þorbjarnarson, og Geir Andcrsen, efnafrceðingur. Atvinnudeildar háskólans. Nefndin varð á- sátt um að bæta bæri fiskiðnaðardeild i At- vinnudeildina, og komst jafnframt að þeirri niðurstöðu, að bráð nauðsvn bæri til að sjá fiskifræðingum fyrir framtíðarhúsnæði. I á- iiti sinu til ráðherra fórust nefndinni orð á þessa leið: „Skipulagsnefndin hefur orðið ásátt um að reisa beri hið fyrsta hús, er rúmi innan sinna veggja allar rannsóknir í þarfir sjáv- arútvegsins og ekkert annað og telur, að með tillögum sínum sé gengið frá öllum nauðsyn- legum undirbúningi til þess að það starf megi hefjast. Með stofnun sem þeirri, er hér er fyrirliuguð, telur nefndin, að lagður sé traustur framtíðargrundvöllur að vísindaleg- um og hagnýtum rannsóknum í þágu þessa höfuðatvinnuvegar þjóðarinnar.“ í framhaldi af fyrrgreindum störfum neíndarinnar var á Alþingi 1046 samþykkt að láta hið svonefnda fiskveiðisjóðsgjald, en það nam %% af útflutningsverðmæti sjávar- afurða, renna til að greiða stofnkostnað byggingar til fiskiðnrannsókna og fiskirann- sókna. Byggingu þessa átti að reisa á vegum Háskóla Islands og á lóð hans. Fiskveiða- sjóðsgjaldið var bundið til þessara fram- kvæmda árin 1946—1949, en hefur verið framlengt síðan. I byrjun árs 1947 skipaði atvinnumála- ráðuneytið nefnd til þess að vinna að undir- búningi byggingarinnar, en í henni voru: Alexander Jóhannesson prófessor, Árni Friðriksson fiskifræðingur og ég. Tók nefnd- in þegar til starfa og fékk Halldór Jónsson til þess að gera uppdrætti að byggingunni, en allur undirbúningur miðaðist við það, að byggingin stæði á lóð háskólans eins og til- skilið var í lögunum. En um miðjan marz synjaði háskólaráð um lóð undir bygging- una, þótt það hefði áður samþykkt að veita hana, og baðst Alexander Jóhannesson þá lausnar úr nefndinni, en í hans stað skipaði atvinnumálaráðuneytið Davið Ólafsson fiskimálastjóra og Hafstein Bergþórsson framkvæmdastjóra. Fyrsta verk hinnar end- urskipuðu nefndar var að fá hentuga lóð fyrir bygginguna. Um mitt ár 1948 hafði nefndinni loks tekizt fyrir tilstuðlan at- vinnumálaráðuneytisins að fá hentuga lóð

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.