Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1953, Page 7

Ægir - 01.11.1953, Page 7
Æ G I R 261 Efnarannsóknar- stofa, aðalsalur. myndinni sjást vinnuborð, slitþols- mœlir á súlu, skil- uinda o. fl. fyrir bygginguna við Skúlagötu á milli Fiski- félagshússins og Nýborgar. Vegna mið- svæðisafstöðu lóðarinnar og nálægðar við höfnina var hún ein sú æskilegasta, sem völ gat verið á. Byrjað var á grunngreftri að húsinu um mánaðamótin apríl og maí 1949. Fyrir um ári síðan var lokið við byggingu hjallara stofnunarinnar og vestustu bak- ahnu hennar, og flutti rannsóknarstofa Fiskifélagsins í þau húsakynni siðastl. vet- nr. Einnig flutti dr. Sigurður Pétursson, gerlafræðingur Atvinnudeildar háskólans, samtímis í þetta húsnæði. Vonir standa til, að byggingarleyfi fáist á næsta vori fyrir aðalbyggingu stofnunarinn- ar, en það er fjögurra hæða hús, 40 m langt nieð Skúlagötu. Er þegar til i sjóði nægilegt fé til þess að koma húsinu undir þak. .,En hvað getur þú sagt mér um starfsemi stofnunarinnar og endanlegt skipulag, þeg- ar hið fyrirhugaða liús er risið upp?“ „Reynt hefur verið að miða stærð og fyr- irkomulag stofnunarinnar við framtíðar- l^arfir sjávarútvegs og fiskiðnaðar, að eins niiklu leyti og hægt er að sjá þær fyrir. Um helmingur byggingarinnar er ætlaður fyrir biologiskar rannsóknir og mun Fiskideild Atvinnudeildar háskólans flytja i það hús- næði jafnskjótt og það er tilbúið. Sá hluti byggingarinnar, sem þegar er byggður, heyr- ir til tæknihluta stofnunarinnar, og hefur Rannsóknarstofa Fiskifélagsins og dr. Sig- urður Pétursson þegar flutt í það liúsnæði, eins og áður er sagt. Þótt þannig séu tvær stofnanir starfandi að tækni-rannsóknum í þeim hluta stofnunarinnar, sem lokið er við, er með þeim hin nánasta samvinna, enda svo ráð fyrir gert, að öll tæknistarfsemi í byggingunni verði sameinuð undir einu nafni, þegar byggingarframkvæmdunum er lengra komið. Ekki tel ég tímabært að ræða það form, sem á þeirri sameiningu verður, cnda nægur tími til stefnu. Tæknihluta stofnunarinnar má skipta í þrjá höfuð þætti. Er þá fyrst að geta hinna eiginlegu rannsóknarstofu, þar sem fram- kvæmdar verða efna- og gerlarannsóknir á hráefnum og framleiðslu fiskiðnaðarins. Stofur þessar verða aðallega á 2. hæð aðal- byggingarinnar, en starfsemin, sem þar verð-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.