Ægir - 01.03.1980, Blaðsíða 16
Árjð 1979.
Á árinu 1979 batnaði afkoma veiðanna verulega
þrátt fyrir miklar kostnaðarhækkanir og þá sér-
staklega á olíu. Fyrst og fremst er ástæðan hin
mikla aflaaukning, sem átti sér stað í árinu, en
botnfiskafli jókst um tæp 21 % eða úr 470 þús. tonna
1978 í 568 þús. tonn 1979. Jafnframt því að botn-
fiskaflinn jókst þá olli hin mikla olíuverðshækkun
á árinu því að verulegum fjölda togara var breytt
til brennslu svartolíu í stað gasolíu.
Um sl. áramót brenndu þannig 11 af 15 stærri
togurunum svartolíu og 39 af 66 minni togurum
eða samtals 50 togarar af 81, sem voru þá í rekstri.
Lætur nærri að olíureikningur togaraflotans m.v.
framangreindan fjölda svartolíuskipa sé um 4 mill-
jörðum lægri á ári en ef gasolíu væri brennt í
þessum skipum.
Fiskverðsákvarðanir á árinu 1979
Þann 1.10. 1978 hækkaði fiskverð um 5%. Full-
trúar seljanda í Verðlagsráði mótmæltu harðlega
þessari verðákvörðun, þar sem ljóst var að þessi
hækkun nægði engan veginn til að viðhalda þeirri
stöðu veiðanna, sem náðst hafði fram fyrr á árinu.
Það var því ljóst að fulltrúar seljanda myndu reyna
að fá leiðréttingu í áramótaverðlagningunni. Þegar
umræður hófust í Verðlagsráðinu kom strax í ljós að
ekki var grundvöllur fyrir samkomulagi og var
verðákvörðuninni vísað til yfirnefndar ráðsins.
Þann 2. janúar var síðan ákveðið nýtt fiskverð
með atkvæðum annars fulltrúa seljenda (sjómanna-
fulltrúans) og öðrum fulltrúa kaupenda. Fulltrúi
L.Í.Ú. Kristján Ragnarsson og Eyjólfur ísl.
Eyjólfsson greiddu atkvæði á móti. Þess má geta
að mjög sjaldgæft er að slíkur meirihluti myndist
í ráðinu þar sem yfirleitt er fullt samkomulag og
samvinna milli annars vegar seljenda og hins vegar
kaupenda. Verðákvörðun þessi fól í sér 11%
meðalhækkun fiskverðs og ennfremur að verðið
skyldi gilda til maíloka 1979. Þó var sá fyrirvari
gerður að færi almenn launahækkun fram úr 5% á
verðtímabilinu var heimilt að segja verðinu upp
frá 1. marz.
Verðákvörðun 1. marz
Svo sem fram kom hér að framan var gerður
fyrirvari varðandi breytingu á alm. launum. í
febrúar varð ljóst að launabreyting myndi verða
6,9% 1. marz eða 1,9% umfram 5% markið, sem
kveðið var á um í verðlagningunni. Með tilliti til
þess var verðinu sagt upp.
Þann 27. febrúar náðist síðan samkomulag allra
aðila í yfirnefnd Verðlagsráðsins, að einum full-
trúa kaupenda undanskildum, en sama yfirnefnd
fjallaði um mál þetta og verðlagninguna í upphafi
árs. Samkomulagið byggðist á því að fiskverð var
hækkað um 1,9%. Framangreint samkomulag
byggðist á því að sett var á sérstakt olíugjald
2,5% mcð sérstökum lögum og samfara því gerð
breyting á útflutningsgjöldum, þannig að þau voru
lækkuð úr 6% af fob verðmæti í 5%.
Svohljóðandi lög nr. 4/1979 voru samþykkt 2.
marz sl. um tímabundið olíugjald til fiskiskipa:
“1. gr.
Þegar fiskiskip selur afla í innlendri höfn, eða
afhendir afla sinn til vinnslu án þess að sala
fari fram, skal fiskkaupandi eða fiskmóttak-
andi greiða útgerðarmanni eða útgerðarfyrir-
tæki olíugjald. er nemi 2,5% miðað við fisk-
verð, eins og það er ákveðið af Verðlags-
ráði sjávarútvegsins. Hið sama gildir, þegar
fiskiskip selur afla sinn öðru skipi til lönd-
unar í innlendri höfn. Olíugjald þetta kemur
ekki til hlutaskipta eða aflaverðlauna.
2. gr.
Þegar fiskiskip selur afla í erlendri höfn,
skal auk frádráttartölu kjarasamninga og
stofnfjársjóðsgjalds samkvæmt lögum nr.
4/1976 draga 1,0% olíugjald til útgerðar frá
heildarsöluverðmæti (brúttósöluverðmæti) við
ákvörðun aflaverðlauna, aukaaflaverðlauna
og hlutar samkvæmt kjarasamningum.
3. gr.
Sjávarútvegsráðherra er heimilt að setja
nánari ákvæði um framkvæmd þessara laga
með reglugerð.
4. gr.
Lög þessi öðlasl gildi I. marz 1979 og gilda
til loka þess árs."
Eins og segir í 1. gr. laganna, greiða fiskkaup'
endur til viðbótar við það verð, sem Verðlagsráó
sjávarútvegsins ákveður, 2,5% til útgerðarmanna-
og kemur olíugjaldið ekki til hlutaskipta. Gja'^
þetta reiknast því á sama grunn og stofnfjársjóðut
og reiknast á öll fiskverð, þar með talin loðnuverð,
skelfiskverð o.fl.
136 — ÆGIR