Ægir - 01.03.1980, Blaðsíða 63
Línuvinda er af gerðinni HN 100, togátak 1.0 t
°g bómuvinda af gerðinni HB 50, togátak 0.5 t
Færavindur eru rafdrifnar af gerðinni Elektra Maxi
°g eru sex talsins.
Rafeindatæki o.fl.:
Ratsjá: Furuno FRS 24/48, 48 sml.
Seguláttaviti: Lilley & Gillie, 7” spegiláttaviti í
þaki.
Sjálfstýring: Sharp B 31/04, Skipper.
Dýptarmælir: Furuno FE-813-BF með 28 KHz
botnspegli.
Fisksjá: Furuno Memo-Scope ES-5 með stöð-
ugri mynd.
Talstöð: Skanti TRP 2000, 200 W SSB.
Örbylgjustöð: Dancom RT 408.
Auk ofangreindra tækja er Electra örbylgju-
leitari og vörður frá Baldri Bjarnasyni. Af öryggis-
og björgunarbúnaði má nefna sex manna RFD
gúmmíbjörgunarbát og Callbuoy neyðartalstöð.
ÁTÆKJAMARKAÐNUM
Furuno FE-813 dýptarmælir
Frá fyrirtækinu Furuno Electric Co. Ltd. í Japan
er nýkominn á markaðinn dýptarmælir, sem nefnist
fE-813: mælir fyrir minni fiskiskipin, en fyrsti
rr'ælirinn fór í m/s Tjald SU-115, nýtt 17 rúmlesta
Eskiskip frá Trésmiðju Austurlands hf., sem lýst er í
Þessu tölublaði Ægis.
Furuno FE-813 mælirinn er byggður á, og kemur
i stað F-850 gerðarinnar, sem framleidd hefur verið
Urn árabil, og hefur m.a. meiri sendiorku, breyti-
*egan pappírshraða, tímaháðan styrkstilli (TVG)
° Fl. umfram. Mögulegt eraðveljaumfjórarmegin-
Serðir. allt eftir mælisviði, sem eru auðkenndar
með bókstöfunum A, B, C og D aftast í heiti, ef
Um metra-kvarða er að ræða, en til viðbótar er
stafurinn F, ef um faðma-kvarða er að ræða.
Furuno FE-813 A gerðin er með 520 m mælisvið
°g tvö grunnsvið: annars vegar 0-80 m, sem gefur
hliðruðu sviðin 60-140, 120-200 og 180-260, oghins
Vegar 0-160 m, sem gefur hliðruðu sviðin 120-280,
240-400 og 360-520 m. FE-813 D gerðin er með 1560
01 mælisvið, þ.e. þrefalt miðað við FE-813 A
§erðina, grunnsvið eru 0-240 m og 0-480 m og ein-
stök svið fást með því að margfalda framkomnar
tölur fyrir A-gerðina með þremur.
Furuno FE-813 mælirinn hefur eina senditíðni,
eu mögulegt er að velja um fjórar gerðir botn-
sPegla með þremur mismunandi tíðnum, sem eru:
Furuno FE 813
Tiðni Gerð bótnspegils Geislavidd
28 KHz 28 F-18 22° hringlaga
50 KHz 50 B-6 28° hringlaga
50 KHz 50 B-9 28° x 14°
200 KHz 200 B-8 5.4° hringlaga
ÆGIR — 183