Ægir - 01.03.1980, Blaðsíða 50
FISKVERÐ
Rækja Tilkynning nr. 2/1980.
Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið eftir-
farandi lágmarksverð á rækju frá 1. janúar til 31.
maí 1980:
Rækja, óskelflett í vinnsluhæfu ástandi:
a) 160 stk. og færri í kg, hvert kg . kr. 441.00
b) 161 til 180 stk. í kg, hvert kg ... kr. 381.00
c) 181 til 200 stk. í kg, hvert kg ... kr. 353.00
d) 201 til 220 stk. í kg, hvert kg ... kr. 316.00
e) 221 til 240 stk. í kg, hvert kg ... kr. 276.00
0 241 til 260 skt. í kg, hvert kg ... kr. 250.00
g) 261 til 280 stk. í kg, hvert kg ... kr. 228.00
h) 281 til 300 stk. í kg, hvert kg ... kr. 211.00
i) 301 til 340 stk. í kg, hvert kg ... kr. 193.00
Verðið er uppsegjanlegt frá og með 1. mars með
viku fyrirvara.
Verðflokkun byggist á talningu Framleiðslueftir-
lits sjávarafurða eða trúnaðarmanns, sem tilnefndur
er sameiginlega af kaupanda og seljanda.
Verðið er miðað við að seljandi skili rækju á
flutningstæki við hlið veiðiskips.
Reykjavík, 30. janúar 1980.
Verðlagsráð sjávarútvegsins.
Hörpudiskur Tilkynning nr. 3/1980.
Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið eftir-
farandi lágmarksverð á hörpudiski frá 1. janúar til
31. maí 1980:
Hörpudiskur í vinnsluhæfu ástandi:
a) 7 cm á hæð og yfir, hvert kg ... kr. 95.00
b) 6 cm að 7 cm á hæð, hvert kg .. kr. 78.00
Verðið er uppsegjanlegt frá og með 1. mars með
viku fyrirvara.
Verðið er miðað við að seljendur skili hörpudiski
á flutningstæki við hlið veiðiskips og skal hörpu-
diskurinn veginn á bílvog af löggiltum vigtarmanni
á vinnslustað og þess gætt, að sjór fylgi ekki með.
Verðið miðast við gæða- og stærðarmat Fram-
leiðslueftirlits sjávarafurða og fari gæða- og stærð-
arflokkun fram á vinnslustað.
Reykjavík, 30. janúar 1980.
Verðlagsráð sjávarútvegsins.
Loðna tíl bræðslu Tilkynning nr. 4/1980.
Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur
ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á loðnu veiddri
til bræðslu á vetrarloðnuvertíð 1980.
Hvert kg ................................. kr. 16.20
Verðið er miðað við 8% fituinnihald og 16% fitu-
frítt þurrefni. Verðið breytist um kr. 1.30 til hækk-
unar eða lækkunar fyrir hvert 1%, sem fituinnihald
breytist frá viðmiðun og hlutfallslega fyrir hvert
0.1%. Fitufrádráttur reiknast þó ekki, þegar fitu-
innihald fer niður fyrir 3%. Verðið breytist um kr.
1.60 til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1 %, sem
þurrefnismagn breytist frá viðmiðun og hlutfalls-
lega fyrir hvert 0.1%. Ennfremur greiði kaupendur
4 aura fyrir hvert kg til loðnunefndar. Auk verðsins,
sem að framan greinir skal lögum samkvæmt greiða
10% gjald til stofnfjársjóðs fiskiskipa og 5% olíu-
gjald, sem ekki kemur til skipta. Verksmiðjunum
ber þannig á grundvelli þessarar verðákvörðunar
að greiða til veiðiskipa eftirfarandi heildarverð:
Heildarverð til
útgerðar að
meðtöldu olíu-
gjaldi og stofn-
fjársjóðsgjaldi
kr. pr. kg
1. Fyrir hvert kgaf loðnu miðað við 8%
fituinnihald og 16% fitufrítt þurrefni 18.63
2. Viðbót eða frádráttur fyrir frávik um
1% að fituinnihaldi frá viðmiðun
sbr. hér að framan ............... 1.50
3. Viðbót eða frádráttur fyrir frávik um
1% að þurrefnisinnihaldi frá viðmið-
un sbr. hér að framan ............ 1-84
Fituinnihald og fitufrítt þurrefnismagn hvers
loðnufarms skal ákveðið af Rannsóknastofnun fisk-
iðnaðarins eftir sýnum, sem tekin skulu sameigin-
lega af fulltrúa veiðiskips og fulltrúa verksmiðju.
eftir nánari fyrirmælum Rannsóknastofnunar fisk-
iðnaðarins. Sýni skulu innsigluð af fulltrúa veiði-
skips með innsigli viðkomandi skips.
Verðið miðast við loðnuna komna í löndunartæki
verksmiðju.
Lágmarksverð á úrgangsloðnu til bræðslu fra
frystihúsum skal vera kr. 1.30 lægra fyrir hvert kg
en að ofan greinir og ákvarðast á sama hátt fyrir
hvern farm samkvæmt teknum sýnum úr veiðiskipu
Verðið er uppsegjanlegt frá og með 1. mars með
viku fyrirvara. Reykjavík, 1. febrúar 1980.
Verðlagsráð sjávarútvegsins-
170 — ÆGIR