Ægir - 01.03.1980, Blaðsíða 64
Sendiorka er 300 W og hægt er að velja um
þrjá mismunandi senditíma; 0.6, 1.2 og 1.8 millisek.
Mælirinn er gerður fyrir 8“ þurrpappír og pappírs-
hraði er breytilegur frá 2.5 - 15 mm/mín. Mál tækis
eru 498 x 402 x 181 mm (hæð x breidd x dýpt). Mælir-
inn er gerður fyrir 12, 24 eða 32 V jafnstraum og
110 eða 220 V riðstraum, og aflþörf er 80 W.
Sem viðbótarbúnað við mælinn er mögulegt að
fá botnstækkun, Memo-Graph EM-1, sem búin er
ljóstöluaflestri. Stækkun, bæði við botn og mið-
sjávar, er möguleg í fimm þrepum, sem fyrir 8“
skrifara eru 7.5, 15, 30, 60 og 120 m, og er stækkun
óháð dýptarsviði mælis. Stækkun nær yfir neðri
helming af breidd pappírs fyrir 8“ skrifara.
Einnig er hægt að fá sem viðbótarbúnað fisksja
(myndskjá), sem nefnist Memo-Scope ES 5, svo og
dýpisteljara, ED-202. Fiskskjá er með 5“ myndskjá,
stöðuga mynd og er með innbyggðri stækkun.
Umboð fyrir Furuno Electric Co. Ltd. hér á landi
hefur Skiparadio hf., Reykjavík. Samkvæmt upp-
lýsingum umboðsins er verð á Furuno FE-813-BF
með 28 KHz botnspegli d.kr. 13.473 f.o.b., eða
miðað við gengi í marzbyrjun um 994 þús. ísl. kr.
Samsvarandi verð á botnstækkun EM-I er 11.340
d.kr. f.o.b. (837 þús. ísl. kr.) og á fiskskjá ES-5
13.020 d.kr. f.o.b. (961 þús. ísl. kr.).
Micrologic ML loranmóttakarar
Sjálfvirkir loran C móttakarar hafa á undan-
förnum örfáum árum skipað sér sess, sem eitt af
þeim rafeindatækjum sem ómissandi þykja í íslensk-
um fiskiskipum. Tæki þessi hafa verið nokkuð dýr
fyrir minni fiskiskipin, en nú á síðasta ári hafa
komið fram lorantæki sem eru mun ódýrari en þau
sem áður hefur verið boðið upp á.
Tæki þessi eru frá Micrologic, gerðir ML 120 og
ML 220. Munur milli þessara tveggja tækja liggur
í því, að ML 120 er með einni aflesturseiningu,
sem sýnir tvær staðarlínur til skiptis, en ML 220
er með tvær aflesturseiningar og sýnir báðar lín-
urnar stöðugt. Til viðbótar þessum tækjum er unnt
að fá stýrieiningu, en hún gerir kleift að lesa stað-
setningu ákvörðunarstaðar inn í tækið, og fá síðan
út frávik frá stórbaugsstefnu til ákvörðunarstaðar
og vegalengdina til ákvörðunarstaðarins. ML 220
tækið getur þá einnig gefið tíman sem tekur að
sigla þessa vegalengd, miðað við óbreyttan hraða
skips.
Tækin eru mjög fyrirferðarlítil, ML 120 gerðin
30.2 x 8.1 x 31.9 cm og vegur 4.6 kg og ML 220
gerðin 30.5 x 14.2 x 30.0 cm og vegur 5.7 kg. Þá
býður Micrologiceinnigstærralorantæki, gerð ML
320 sem hefur mjög svipað notkunarsvið og Micro-
logic ML 1000, sem er eldri gerð og lýst var í 4 tbl.
Ægis 1978.
Micrologic ML 120
Micrologic ML 220
Umboð fyrir Micrologic hér á landi hefur Sónar
hf. í Keflavík. Samkvæmt upplýsingum þess erverð
á ML 120 tæp 900 þús. miðað við gengi í marz-
byrjun. ML 220 kostar tæp 1200þús.,ogstýrieining
165 þús. ML 320 tækið kostar aftur á móti ~
milljónir.
184 — ÆGIR