Ægir - 01.03.1980, Blaðsíða 22
loðnuútgerð og vinnslu gífurlegt fé því í ljós er
komið, svo sem áður segir að eingöngu verður
unnið á þessari vertið óverulegt magn af þessum
afurðum.
Ákvörðun loðnuverðs.
Þrátt fyrir þá óvissu er ríkti varðandi sölu á
frystri loðnu og loðnuhrognum, var við verð-
ákvörðun á bræðsluloðnu í jan. sl. tekið mið af
samsvarandi framleiðslu þessara afurða ogávetrar-
vertíð 1979 og tekjuhlið útgerðarinnar miðuð við þá
forsendu. Oddamaður yfirnefndar Verðlagsráðsins
lagði fram eftirfarandi sundurliðun á afla loðnu-
skipanna m.v. 275 þús. tonna aflamark.
1. Heildarafli
1.1 f bræðslu
1.2 í frystingu
1.3 Hrogn
275.000 tonn
262.000 tonn
10.000 tonn
3.000 tonn
Ennfremur var reiknað út m.v. framangreindar
forsendur um afla, tekjuþörf útgerðarinnar pr.
kg. hráefnis.
Útkoman varð eftirfarandi:
2. Tekjuþörf loðnuútgerðar (skiptaverð).
2.1 Bræðsla 262.000x20.10 kr./kg = 5.266 m.kr.
2.2 Frysting 10.000x72.0 ” ” = 720 ” ”
2.3 Hrogn 3.000x278.3 ” ” = 835 ” ”
Samtals tekjuþörf (skiptaverð) 6.821 m.kr.
Þetta var sú áætlun sem Þjóðhagsstofnun lagði
fram við verðákvörðunina. Sú áætlun er L.Í.Ú.
lagði fram við verðlagninguna sýndi hins vegar jafn-
vægisskiptaverð á bræðsluloðnu 24.20 kr./kg.
Þegar verðið var ákveðið af oddamanni og
fulltrúum verksmiðjueigenda varð niðurstaðan
hins vegar sú að verð pr. kg. var ákveðið 16.20
kr. (8% fita, 16% þurrefni), þannig að 3.90
kr./kg. vantaði upp á það verð sem Þjóðhagsstofn-
un mat sem jafnvægisverð en 8 kr./kg. á verðið m.v.
útreikninga L.Í.Ú. M.v. framangreint verð og þau
verð sem ákveðin hafa verið á loðnu til frystingar
og hrognum má ætla að tekjur útgerðarinnar verði
eftirfarandi m.v. sama aflamagn og í fyrri áætlun.
3. Tekjur útgerðar m.v. ákveðin verð
3.1 Bræðsla 272.300x16.20 kr./kg
3.2 Frysting 2.000 tonn (?)x83 kr./kg
3.3 Hrogn 700 tonn (?)xl20 kr./kg
Samtals skiptaverö
=4.41 I m.kr.
= 116 m.kr.
= 84 m.kr.
4.661 m.kr.
Rétt er að taka fram að samningar hafa tekist um
sölu á 6.000 t. af frystri loðnu, en stærð loðnunnar
bendir til þess að lítið verði fryst.
Skv. framangreindu vaniar loðnuútgerðina ca•
2.200 m.kr. skiptaverðmœti til þess að endar nai
saman m.v. 275.000 tonna afia. Ljóst er að aflinn
mun fara eitthvað fram yfir 300.000 tonna markið
en hráefnisverð loðnu til bræðslu í lok vertíðar er
það lítið að ljóst er að verulegur halli verður á út-
gerðinni á þessari vertíð.
Pétur Pétursson:
Þorskalýsisframleiðslan 1979
Framleiðsla þorskalýs'
is varð á árinu 1979 sarn-
tals 3.287 tonn. Er það
aukning frá árinu áður
um 561 tonn eða 20%-
Hefur nú loks snúist við
sú þróun margra undan-
farinna ára, að magn
þorskalýsisframleiðsl-
unnar hefur stöðugl
minnkað. Er þessi fram-
leiðsla nokkuð jöfn þvl’
sem var árið 1976.
Þessi aukning þorskalýsisframleiðslunnar er
töluvert meiri en aukning þorskaflans í heild og
verður því að draga þá ályktun að heldur sé að
draga úr þeirri óheillavænlegu þróun undanfarinna
ára að hirða ekki til nýtingar þorskalifrina. Ræðut
hér eflaust miklu um að verðhækkun milli áranna
1978 og 1979 varð meiri en nokkru sinni fyrr. Verð
það sem greitt var fyrir vertíðarlifur við Faxafl°a
var kr. 44.- 1978 en kr. 76,- pr. kg. 1979 og er það
nærri 73% hækkun.
Þessa verðhækkun má fyrst og fremst rekja til
bættrar samkeppnisaðstöðu okkar íslendinga 3
meðalalýsismörkuðum heimsins og þess að aukið
hlutfall heildarframleiðslunnar fer nú á markað
sem fullunnin vara. Standa vonir til þess að su
þróun haldi áfram 1980, ogjafnvel að meðaukinn1
samvinnu tveggja stærstu lýsisframleiðenda lands-
ins muni meðalalýsisútflutningurinn aukast enn
mjög verulega á yfirstandandi ári. Er hér um að
ræða samvinnu sem vonir standa til að muni leiða
til varanlega aukins verðmætis hinnar íslensku
þorskalýsisframleiðslu.
142 — ÆGIR