Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1980, Blaðsíða 29

Ægir - 01.03.1980, Blaðsíða 29
verð það sem hann byði of lágt. Við gætum ekki framleitt skreið fyrir það verð. Mr. Levy sagði mér þá að ég, fyrir félag mitt, ætti ekki annarra kosta völ, annað tveggja, hafna eða sarnþykkja. Um annað verð þýddi ekki að ræða. Mr. Levy gerði samning við Eksportutvalget for Törrfisk í Noregi um kaup á allri norsku skreiðinni sem í október 1978 var enn óseld en það var 180.000 Pakkar plús eða mínus 10%. Utflutningur Norðmanna samkvæmt þessum samningi hófst í desember 1978 og fyrsta skipið Leo Schröder flutti 32.500 pakka og í janúar *^79 flutti næsta skip Golden Vistaria 47.000 Pakka af skreið og 3.335 pakka af hausum. Norska Stórþingið samþykkti fjárveitingu til "°Ppkjöp av törrfisk“ N.Kr. 21 /2 milljón. Fyrri hluta árs 1979 gerði Mr. Levy samning við Norðmenn um kaup á 6500 tonnum af skreið, þar talin 900 tonn af kolmunna, hvorttveggja af framleiðslu ársins 1979. Verðið var nú komið í USS193.- sem Mr. Levy vi]di greiða fyrir þorsk og keilu og hlutfallsleg hækk- Un á öðrum tegundum. Eg hitti Mr. Levy í annað og síðasta sinn í maí- mánuði 1979. . Bauð hann enn að kaupa 30.000 pakka af Samlag- lnu fyrir sama verð. Stjórn Skreiðarsamlagsins fannst þetta verð vera aHtof lágt. ^ar ákveðið að bíða þess hverju fram yndi. ^osningar til þings í Nígeríu 1979: Kosningar stóðu fyrir dyrum í Nígeríu um sum- arið 1979 NV stjórn skyldi mynduð, borgaraleg ríkisstjórn, jlern skyldi taka við völdum þann 1. október og her- °rjngjastjórnin að leggja niður völd samtímis. ,A tímabili herforingjastjórnanna var starfsemi stJórnmálaflokka í Nígeríu ekki leyfð. Stjórnlagaþing var haldið í Lagos árið 1978 og ar samþykkt ný stjórnarskrá. Samkvæmt henni var leyft að stofna stjórnmála- °kka og skyldu þeir fá að taka opinberlega til starfa. N°sningar fóru fram sumarið 1979. Ný nkisstjórn tók völd 1. október. t n§ar breytingar svo vitað sé hafa enn átt sér stað, ' •1 sambandi við innflutning á matvælum, svo sem skreið. Innflutningi var haldið áfram á vegum UTEX A- allt árið 1979. Samningi þeim, sem Norðmenn gerðu við Utex átti að hafa verið lokið í desember 1979, en þeir áttu ekki næga skreið sjálfir uppí þessa samninga. Norðmenn keyptu því talsvert af skreið frá Sam- laginu, Sambandinu og BÚR, og af því magni lét S.S.F. 15.443 pakka. Lokið var greiðslu til framleiðenda fyrir áramót. Aðeins örfáir pakkar voru þá ógreiddir, eða 85 pakkar. Gert er ráð fyrir breytingum á innflutningsreglum í Nígeríu í þá átt að gefa innflutninginn frjálsan að einhverju leyti að minnsta kosti og sérstakar vonir eru bundnar við að svo verði um skreið. Sterk öfl í stjórnmálum og viðskiptum hafa unnið að ýmsum breytingum á þessum málum í Nígeríu og standa vonir til að nánari vitneskja fáist um það innan tíðar. Unnið er ákveðið að því í Nígeríu að hnekkja veldi Utex S.A. og að veita meira frelsi til verzlunar en verið hefur. Við vonum að svo verði og að útflutningur á skreið geti hafizt beint til Nígeríu. Hraðfrystiiðnaðurinn 1979 Framhald af bls. 131 með þeim fullkomnustu í tækjabúnaði og skipulagi, sem þekkist. Af hálfu sölusamtakanna er lögð áherzla á Evrópumarkaði, en neyzluvenjur, ísfiskmarkaðir o.fl. setur því ákveðin takmörk, hvað unnt er að treysta á þessa markaði í sölu mikils magns frysts fisks til frambúðar. Sovézki markaðurinn gengdi veigamiklu hlut- verki sem fyrr í sölu karfaflaka og heilfrystrar grálúðu. Árið 1979 hefði getað verið íslenzkum hrað- frystiiðnaði gott ár og var það í ákveðnum skiln- ingi, en hin ógnvekjandi verðbólga innanlands dró mjög úr hinum góða árangri og varpaði skugga á framtíðarhorfur um áramótin 1979/80. í upphafi árs 1980 er stefnt út í mikla óvissu hvað varðar rekstur og afkomu. ÆGIR — 149
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.