Ægir - 01.03.1980, Blaðsíða 21
Nirra til afla, sem landað er á árunum 1980 og
1981.
Þegar framangreind lög höfðu verið samþykkt
náðist samkomulag allra aðila í yfirnefnd Verð-
'agsráðsins um 11% meðalhækkun fiskverðs þ.e.
skiptaverð hækkaði um 11%, en á móti kom lækkun
°"ugjalds um 4% og þannig hækkuðu tekjur út-
§erðarinnar um ca. 5% við þessa ákvörðun, þar
sem olíugjaldið kemur ekki til skipta.
Aœtlað rekstraryfirlit fiskveiða m.v. verðlag og
fiskverð í jan. 1980. Miðað er við aflamagn drsins
1979.
Báíar Minni Stærri
A- Tekjur alls án loðnu: togarar: togarar: Samtals:
. 49.035 55.039 16.447 120.521
Gjöld alls . . 48.188 55.378 15.904 119.470
0. hagn/tap .. 847 -399 543 1.051
H A 100 .. 17% -0,6% 3,3% 0.9%
Brúttóhagnaður 4.967 5.758 1.683 12.408
l!- LOÐNUVEIÐARNAR 1979
á árinu 1978 varð veruleg aukning á loðnu-
a"a á sumar- og haustvertíð frá árinu 1977. Þannig
0 mðust á árinu 1978 samtals 967 þús. tonn, sem
kiptist þannig, að á vetrarvertíð var aflinn 495
pUs- tonn, en á sumar- og haustvertíð 472 þús.
tonn. Þessi mikla aukning loðnuveiða síðari hluta
arsins hafði mjög jákvæð áhrif á rekstur loðnu-
°tans, sérstaklega þegar litið er til þess að afla-
Verðmæti loðnunnar er mun meira á sumar- og
austvertíð en á vetrarvertíð.
"annig nam nýting hráefnis á vetrarvertíð 1978
samtals 22,5% á’ móti 28,7% á sumar- og haust-
Vertíð sama ár.
. ^kv. úrtaki sem Þjóðhagsstofnun vann úr reikn-
ln£um 15 loðnuskipa fyrir árið 1978 nam hagnaður
^eirra 9,3% af tekjum en taka ber þó fram að meðal-
1 "átanna í úrtakinu er nokkru meiri en meðal-
1 allra bátanna, sem veiðarnar stunduðu.
^fkoma veiðanna árið 1979
Loðnuaflinn á árinu 1979 varð mjög svipaður og
ar,ð 1978, eða 964 þús. tonn samtals, sem skiptust
paunig að á vetrarvertíð varð aflinn 522 þús. tonn,
^n 442 þús. tonn á sumar- og haustvertíð. Séu þessar
0 u bornar saman við aflann á árinu 1978 sést að
nokkur á vetrarvertíð, en samdráttur á
haustvertíð. Til marks um áhrif þessarar
frá sumar- og haustvertíð yftr á vetrar-
^^uing er
^urnar— og
aflasveiflu
vertíð má ætla (m.v. nýtingu 1978) að þrátt fyrir
sama heildaraflamagn bæði árin, þá hafi lýsisfram-
leiðsla á árinu 1979 verið ca. 10.000 tonnum
minni en árið 1978. Mjölframleiðsla er svipuð bæði
árin þar sem tiltölulega litlar sveiflur eru á þurr-
efnisinnihaldi loðnunnar.
Hér á móti kemur að vissu marki framleiðsla á
frystri loðnu og loðnuhrognum, en hún varð veruleg
á árinu 1979. Ljóst er þó að nokkur óvissa er sam-
fara því að stöðva haustveiðarnar m.t.t. frystingar
og hrognatöku í lok vetrarvertíðar, þar sem mjög
miklar sveiflur eru í eftirspurn eftir þessum af-
urðum og ennfremur uppfyllir loðnan oft á tíðum
ekki þau skilyrði sem eru nauðsynleg til frystingar.
Þegar þetta er ritað, þann 26. febrúar, stöndum
við einmitt frammi fyrir slíku vandamáli. Eftir-
spurn og þar með verð á loðnuhrognum er í lág-
marki og vafamál er, hvort hagkvæmt sé að geyma
loðnukvóta til hrognatöku m.v. þá rýrnun sem
verður á fituinnihaldi þegar líða tekur á vertíðina.
Ennfremur hefur sú loðna sem veiðzt hefur upp í
frystingarkvótann ekki vakið áhuga vinnslunnar á
framleiðslu, þar sem loðnan er of smá.
Varðandi afkomu loðnuflotans á árinu 1979, þá
má ætla að hún hafi verið með betra móti. Fjöldi
þeirra skipa sem veiðarnar stunduðu varð nokkru
minni, en á árinu 1978 og meðalafli pr. skip því
nokkru meiri. Það má heita svo að nú sjái fyrir
endann á þeirri uppbyggingu á loðnuflotanum,
sem hófst 1974 og hefur leitt til þess að skipum
sem þessar veiðar stunda hefur fækkað úr rúmlega
100 árin 1973-1974 í rúmlega 50 skip í dag. Þessi
þróun hefur fyrst og fremst byggst á því að burðar-
geta skipanna hefur verið aukin verulega og er nú
ríflega 700 lestirtiljafnaðar. Gífurlegumfjármunum
hefur verið varið til þessarar endurnýjunar og enn-
fremur hefur afkastageta veiðarfæranna aukist að
sama skapi með því að sífellt stærri og dýrari nætur
eru notaðar til veiðanna.
Það er því mikið í húfi fyrir útgerð þessara skipa
að sem minnstar sveiflur verði á aflamagni milli
ára.
Vetrarvertíð 1980.
Svo sem kunnugt er voru loðnuveiðarnar
stöðvaðar á sl. hausti þegar aflinn var orðinn 442
þús. tonn. Eín helzta röksemd stjórnvalda fyrir
þessari stöðvun var að sjálfsagt væri að geyma tölu-
verðan loðnukvóta til loka vetrarvertíðar 1980
til þess að fá loðnu til frystingar og hrognatöku.
Nú er orðið ljóst að þessi ákvörðun hefur kostað
ÆGIR — 141