Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1980, Blaðsíða 30

Ægir - 01.03.1980, Blaðsíða 30
Samkvæmt bráðabirgðatölum „Konunglegu dönsku Grænlandsverslunarinnar,“ var landað tæplega 40.000 tonnum af þorski á Grænlandi í fyrra. Er þetta um 25% aukning frá fyrra ári og hafa Grænlendingar þar með tvöfaldað þorskafla sinn á tveimur árum. Fyrir okkur íslendinga eru það mjög góð tíðindi að þorskgengd fari vaxandi á ný við Vestur-Grænland, þvi að áður en þorskstofninn þar hrundi eftir 1968, var það staðreynt að mörg árin komu sterkar göngur þaðan til hrygningar við vesturströnd íslands. Um þessar mundireru Græn- lenskir fiskimenn mjög svo óhressir með það magn af þorski sem þeim hefur verið úthlutað í ár. Hafa þeir leyfi til að veiða 20.000 tonn utan skerjagarðs- ins, en innan hans og inni í fjörðum mega þeir veiða eins mikið og þeir mögulega geta. Fiskimennirnir halda því fram að með þessu sé í raun verið að minnka leyfilegt aflamagn þeirra af þorski um helming frá fyrra ári, þar sem lítill sem enginn afli fáist innan þeirra marka sem um er talað og að það mikil fiskgengd hafi verið á miðunum þegar veiðarnar voru stöðvaðar í fyrra að frekari takmarkana, en verið hafi, sé ekki þörf. Ennfremur finnst þeim undarlegt að ekki skyldi neinum fulltrúa frá þeirra félagssamtökum hafa verið boðið að vera viðstödd- um, þegar samningarnir um leyfilegt aflamagn þeim til handa voru til umræðu. Rækjuafli Grænlendinga jókst einnig í fyrra og er á ný aftur orðinn hér um bil sá sami og hann var 1977, eða 14.216 tonn, en 1978 minnkaði rækjuafl- inn um 12%. Samanlagður rækjukvóti við Vestur- Grænland er 29.500 tonn og er hann óbreyttur frá því í fyrra, en ákveðið hefur verið að auka rækju- kvótann hjá grænlenskum rækjuveiðimönnum ur 16.500 tonnum í 22.000 tonn, en minnka kvótaann- arra þjóða um sem því svarar. Að undanförnu hafa farið fram samningaumræður í aðalstöðvum EBE í Brússel um hvernig skipta eigi því magni sem eftir er á milli þeirra þjóða sem hagsmuna eiga þarna að gæta og er haft eftir samningsaðiljum, að svo kunni að fara að auka þurfi kvótann um nokkur þúsund tonn til að allir verði ánægðir. Hafa samningsviðræðurnar orðið flóknari fyrir þá sök, að nefndin sem með þessi mál fer, hefur þegar íviln- að Norðmönnum um 2.500 tonn, en Færeyingar fara fram á sama magn, Danir 1.500 tonn, Kanadamenn 3.500 tonn og auk þess fara Frakkar fram á að fá einhverju úthlutað af þeim 7.500 tonnum sem þarna er um að ræða. Pétur Thorsteinsson, sendiherra íslands á Græn- landi, með aðsetur á íslandi, heimsótti Grænland um miðjan janúar s.l. í þeirri för ræddi sendiherr- ann við ýmsa framámenn í grænlensku þjóðlífi-um að koma á nánara sambandi milli landanna, en það yrði báðum eflaust til mikilla hagsbóta að á komist góð samvinna á sem flestum sviðum, s.s. menntun, landbúnaði, fiskveiðum og hafrannsókn- um. varð liann 8.600 tonn, en fráþeim tima er veiðin sýndá linuriUnl hér að ofan. fslendingar veiddu á s.l. ári 963.694 tonn afloðnU, sem er svo lil nákvœmlega jafnmikið magn og veitl var 19^ (966.741). Norðmenn og Fœrevingar veiddu aftur á móti u"’ 50.000 tonnum minna úr islenska loðnuslofninum á s.l. ári, e' árið áður. 150 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.