Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1980, Blaðsíða 36

Ægir - 01.03.1980, Blaðsíða 36
endurbætur í útgerðinni og fiskvinnslunni. Loka- verkefnið er nokkuð sambærilegt við kandidatsrit- gerð við Háskóla íslands. Lokaverkefnið verða nemendur síðan að verja gegn gagnrýni frá kennur- um deildarinnar svo og prófdómara. Á þessu má sjá að nám í deildinni er ekki þurr bóklestur þar sem nemendur eru lokaðir frá raunveruleikanum, heldur mjög lifandi og fjölbreytt nám þar sem menn með reynslu og lifandi áhuga fyrir útgerð geta komið, þeim er veitt tilsögn og augu þeirra opnuð fyrir sem flestum greinum útgerðar og fiskvinnslu, og þeir eru í beinum tengslum við atvinnuvegina meðan á nám- inu stendur. Lokaorð í umræðum manna á meðal hefur komið fram mikill misskilningur um þetta nám og virðist nafn deildarinnar eiga þar einhverja sök á, t.d. hafa menn sem ættu að vita betur, haldið því fram að útgerðar- tæknar lærðu um útgerð og ekkert annað en útgerð. Eins og komið hefur fram þá er þetta reginmisskiln- ingur, og þvi er þannig komið að við nemendur erum sammála um að breyta þurfi nafni deildarinn- ar og kemur þá nafnið „Útvegstækni" sterklega til greina. Hér hefur verið reynt að kynna nám í þessu fagi. Það ber þó að hafa í huga að þetta nám er tiltölulega nýtt og er stöðugt í mótun, ýmislegt hefur breyst með fenginni reynslu og á án efa eftir að breytast enn á komandi árum og er það vel, því ekki má vera stöðnun í námi sem snerti jafnmikilvæga atvinnu- grein og sjávarútvegur er. Útskrifaðir útgerðartæknar eru 50 talsins og hafa farið til mismunandi greina atvinnulífsins. Um at- vinnumöguleika að loknu námi er það að segja að þetta nám veitir engin réttindi og hefur ekki skipað sér neinn fastan sess í þjóðfélaginu ennþá, þótt und- arlegt verði að teljast þar sem sjávarútvegur er jafn- þýðingarmikill og hér er fyrir afkomu þjóðarbúsins 1 heild. Á það má benda í þessu sambandi að gífur- legar breytingar hafa orðið á síðustu árum í öllum greinum sjávarútvegs, bæði hvað varðar rekstur og fjármál, og má því ætla að ekki veitti af að til kærm nám sem veitti mönnum alhliða menntun á þessum sviðum svo og hinu tæknilega sviði. Það hefur verið þannig gegnum árin að það hafa verið sjómenn sem tekið hafa að sér rekstur útgerðar og fiskvinnslu og staðið sig vel. Þó er það svo, að eftir því sem fyrir- tæki stækka vex þörf fyrir einhveija þekkingu á sviði rekstrar og teljum við að þetta nám komi til með að mæta þessari þörf. Við nemendur lítum björtum augum til framtíðarinnar og enda þótt margir séu fullir tortryggni gagnvart þessu námi, þá eru þeir einnig margir sem eru farnir að sjá að hér er um hag- nýtt nám að ræða. Lokaorð þessarar greinar eru úr erindi Bjarna Kristjánssonar rektors Tækniskóla íslands um upp' haf útgerðartækni við skólann: „íslendingar eiga duglega fiskifræðinga, skipstjórnarmenn, vélstjóra og síðast en ekki síst sjálfmenntaða útgerðarmenn. Útgerð er þó löngu orðin svo flókið og vandasamt verkefni að henni ber að gefa gaum með beinum og markvissum hætti í menntakerfinu. Menntakerfið er eðli sínu samkvæmt íhaldssamt og ekkert áhlaupaverk að vefa þar nýja þætti. Þó er ennþa erfiðara að breyta hugmyndum manna um það. hvaða menntun þeim sé hollt að þiggja, enda hafð1 Tækniskóli íslands um tveggja ára skeið auglýs1 nýja útgerðardeild áður en aðsókn fékkst." Útgerðartækninemar 3. hluta. Alpha Diesel vélar Framhald af bls. 177 ar sem eru í vélum 400-26Vo lín- unni, eru framleidd af Alpha Diesel A/S, en oliuverkin sem eru í vélum V23L-Vo, T23L-Vo, U28L-Vo og S28L-Vo línanna eru framleidd af Bosch í V- Þýzkalandi og eru ásamt olíuverk- unum frá CAV í Englandi ráðandi á markaði í Evrópu. Alpha dieselvélar eru ræstar með þrýstilofti, smurðar með hringrásarsmurningu og er olían ýmist geymd í botnpönnu eða sjálfstæðum geymi. Vélarnar eru ferskvatnskældar, en ferskvatnið og smurolían er kælt í sjókældum kælum. Vélar V23L-Vo og T23L-Vo línanna er hægt að fá útbúnar til brennslu á þungri olíu allt að 250 Redwood sek, og vél- ar U28L-Vo og S28L-Vo lín- anna er einnig hægt að fá útbúnar til brennslu á þungri olíu allt að 600 Redwood sek. Snúningshraða vélar, skrúfu- skurði og tengsli milli vélar og skrúfu er hægt að stjórna hvort sem er frá vélarúmi eða brú. Vél- arnar eru búnar yfirálagsvörn. sem vinnur þannig að hægt er að stilla inn ákveðið hámarksálag, ef álagið fer yfir það, grípur inn sjálfvirkur búnaður, sem minnk- ar skrúfuskurðinn í það mark, sem gefur vélinni áður umstillt álag. Einnig er í brú ýmiskonar viðvörunarbúnaður fyrir vél °S skrúfubúnað bæði í formi vísts- mæla og ljósa. í brú er neyðar- stöðvun fyrir vélina. 156 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.