Ægir - 01.03.1980, Blaðsíða 18
Sjávarútvegsráðuneytið setur nánari reglur
um greiðslu þessarar uppbótar og skal Fiski-
félag íslands annast greiðslurnar til útgerðar-
aðila. Uppbót á karfa- og ufsaverð skv.
þessari grein skal koma til skipta og afla-
verðlauna eins og annað fiskverð.
Lög þessi öðlast þegar gildi og taka ákvæði
þeirra til afla á tímabilinu 15. maí til 31.
desember 1979.“
Hið nýja fiskverð gildir frá 1. júní, en hækkun
olíugjaldsins og verðuppbót á karfa og ufsa gildir
frd 15. maí.
I bréfi sjávarútvegsráðuneytisins dags 15. júní til
Fiskifélags fslands segir svo um greiðslu á ufsa- og
karfauppbótinni:
„Að fengnum vigtar- og vinnsluskýrslum frá
vinnslustöðvum, svo og öðrum upplýsingum,
er nayðsynlegar kunna að reynast, reiknar
Fiskifélagið mánaðarlega út uppbætur á
karfa og ufsa og sendir þær útgerðaraðilum.
Fiskifélagið getur falið vinnslustöðvum að
taka að sér að koma greiðslu til þeirra út-
gerðaraðila, er við þær skipta hverju sinni,
eftir því sem við verður komið.“
Hækkun olíugjalds frá 20. júlí 1979
Þegar líða tók á sumarið varð ljóst að olíu-
hækkun sú, sem kom til framkvæmda um vorið
nægði engan veginn til þess að haldast í hendur
við þróun olíuverðs á heimsmarkaði. Olíufélögin
söfnuðu skuldum á innkaupajöfnunarreikninginn
fyrir gasolíu og þörfin fyrir hækkun útsöluverðs
var mikil. I framhaldi af þessari þróun voru gefin
út bráðabirgðalög um hækkun olíugjalds frá 20.
júlí, samfara hækkun á olíuverði.
1. gr. lagann hljóðaði svo:
„1- gr-
1. gr. laganr. 4 2. marz 1979, sbr. lög nr. 69 11.
júní 1979, orðist svo:
Þegar fiskiskip selur afla í innlendri höfn eða
afhendir afla sinn til vinnslu án þess að sala
fari fram, skal fiskkaupandi eða fiskmót-
takandi greiða útgerðarmanni eða útgerðar-
fyrirtæki olíugjald, er nemi 15% miðað við
fiskverð eins og það er ákveðið af Verðlags-
ráði sjávarútvegsins. Hið sama gildir, þegar
fiskiskip selur afla sinn öðru skipi til lönd-
unar í innlendri höfn. Af olíugjaldi þessu
skulu 3% koma til hlutaskipta og aflaverð-
launa skv. kjarasamningum sjómanna og út-
vegsmanna, en 12% ekki.“
Athygli er vakin á því, að olíugjaldið er hækkað
úr 7% í 15% og gildir það frá 20. júní. 3% af þessu
olíugjaldi skulu koma til hlutaskipta, en 12% ekkt-
Fiskverðsákvörðunin 1. okt. síðastliðinn
Þann 1. sept. sl. varð almenn kauphækkun J
landinu vegna vísitöluákvæða samninga. Nam þessi
hækkun 9,17%. Hækkun þessi mótaði verulega
kröfur seljanda í Verðlagsráðinu og svo sem fyrr
á árinu var verðákvörðuninni vísað til yfirnefndar
Verðlagsráðsins. Þann 28. september náðist síðan
samkomulag allra aðila í yfirnefndinni um nýrt
fiskverð frá 1. október og er tilkynning ráðsins
þar um, birt hér.
„Frétt frá Verðlagsráði sjávarútvegsins.
Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins ákvað a
fundi í dag nýtt fiskverð, sem gilda skal frá 1-
október 1979. Ákvörðunin felur í sér að skiptaverð
til sjómanna hækkar um 9,2%. Forsenda fyrir þess-
ari ákvörðun er, að olíugjald til fiskiskipa, sem
verið hefur 15% verði 9% frá 1. október, jafn-
framt því sem 3% olíugjald, sem komið hefur til
skipta, verði fellt inn i fiskverðið. Þetta hefur í för
með sér að hráefniskostnaður fiskvinnslunnai"
hækkar um 7%. Verðuppbót á ufsa og karfa er
óbreytt.
Verðið gildir til ársloka og er það miðað við þa
stærðarflokkun, sem gilt hefur. Verðlagsráðið getu'
þó ákveðið að taka upp aðra stærðarflokkun.
þannig að fiskur verði verðlagður eftir þyngd 1
stað lengdar frá og með 1. nóvember 1979, enda
feli sú flokkunarbreyting ekki i sér verðbreytingu-
þegar á heildina er litið miðað við ársafla.
Frá og með 15. nóvember 1979 er heimilt að
segja verðinu upp með viku fyrirvara, ef olíuverð
til fiskiskipa fer verulega fram úr því verði, sern
ætlað er að gildi í októberbyrjun.
Samkomulag varð í yfirnefndinni um verðið."
Ný stærðarflokkun á þorski og ýsu
Þegar fiskverð var ákveðið fyrir tímabilið 1;
október til 31. desember 1979, var sá fyrirvar1
gerður, að Verðlagsráð sjávarútvegsins gæti ákveð'
ið að taka upp aðra stærðarflokkun en gilt hefur-
þannig að fiskur væri verðlagður eftir þyngd 1
138 — ÆGIR