Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1980, Síða 62

Ægir - 01.10.1980, Síða 62
ÁTÆKJAMARKAÐNUM C-Tech Sonar með litaskjá: Asdiktæki frá fyrirtækinu C-Tech Ltd í Kanada, svonefndur Omni Sonar LSS 30 (PT), var upphaf- lega kynnt hér á landi í maí árið 1975 og var þá fjall- að um það í Ægi (11. tbl. ’75). Fyrsta C-Tech asd- iktækið kom hins vegar fyrst fram í íslenzku fiski- skipi árið 1978 (janúar), er nótaskipið Bjarni Ólafs- son AK 70 bættist í flotann. Um var að ræða endur- bætta útfærslu frá þeirri upphaflegu, sem einkum fólst í meiri sveigjun (tilt) á geisla niður, þ.e. úr 10° í 45°. Nú er komin á markaðinn endurbætt útgáfa af Omni Sonar sem nefnist CSSH-DCU 30 og er aðal- breytingin fólgin í nýju sjón- og stjórntæki (DCU 30), en unnt er að skipta út eldri sjón- og stjórn- tækjum fyrir hið nýja viðbótartæki (DCU 30). Sjálft viðbótartækið, DCU 30, er 12” sjónvarps- skjár og stjórneining. Sjónvarpsskjárinn getur hvort sem er verið svart/hvítur eða litaskjár, og sýnir hann stöðuga mynd af umhverfi skipsins neðan- sjávar. Auk myndar af endurvarpi sonarsins erU ýmsar tölulegar upplýsingar á skjánum, svo sem fjarlægð til, dýpt, stefna að og styrkur ákveðins endurvarps (fiskitorfu). Unnt er að velja fimm slíka athugunarstaði á skjánum, og fylgjast með hrey' ingum þeirra miðað við skipið. Langdrægni tækisins er frá 200 m til 4000 m, og er stillingin stiglaus, þ.e. að unnt er að stilla á hvaða langdrægni sem er á milli þessara talna. Tækin eru framleidd með mismunandi senditíðni, 26 RHz* 30 KHz, 33 KHz og 36 KHz, og sendiafl er 1« KW. Sveigjun geisla niður í 60° er nú möguleg- Þá er minniseining í tækinu, þannig að unnt er a láta tækið geyma ákveðna mynd, sem síðan er unnt að skoða og bera saman við þær myndir sem seinna koma. . C-Tech sonar er nú kominn í átta íslenzk fisk1 skip, þar af eru þrjú með DCU 30 einingum> en þau eru Bjarni Ólafsson AK, Kap II VE og Ha kon ÞH. Verð tækisins er 99.000 $ eða um 53,5 mt J; ísl. kr. miðað við gengi um miðjan október en el útfærslan kostar 69.000 $ eða um 37,3 millj- lS' kr. Umboðsaðili fyrir C-Tech á íslandi er R- ^1? mundsson h.f. 566 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.