Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1983, Page 23

Ægir - 01.10.1983, Page 23
stendur veðrið. Peir hafa veitt hvali og borðað frá ómunatíð, en nautakjöt t.d. er tiltölulega nýtilkomið á þeirra matseðil, þar sem það hefur verið álitið vóhreint". Hafa menn þarna austurfrá þráfaldlega reynt að fá skýringu á hversvegna allur heimurinn, að kalla, hefur leyfi til að slátra nautgripum, sem eru hinar gáfuðustu og friðsælustu skepnur með sam- skiptatáknmál, en svo er mjög sambærileg skepna sem heldur sig í undirdjúpunum allt í einu orðin hei- •ög. Norðmenn hafa einnig reynt að benda á hið tvö- falda siðgæði sem fram kemur þegar hvalir eru bornir saman við flestar aðrar lffverur j arðarinnar, að mann- skepnunni meðtalinni, sem mega þola það að vera slátrað, mannkyninu bæði til dýrðar og framfærslu. Vitað er að atvinnumótmælendurnir sem mynda grænfriðungahreyfinguna fá mestallt sitt fjármagn frá ríkum sérvitringum í Bandaríkjunum, sem eiga hagsmuna að gæta í öllu efnahagslífi þjóðarinnar, þ-m.t. sjávarútvegi. Athyglisvert er að engum hefur látið sér til hugar koma að stöðva túnfiskveiðar Bandaríkjamanna, en fram til þessa hafa þeir drepið a-m.k. 20.000höfrunga árlega, hinarskarpgreindustu skepnur, meðan þeir hafa verið að bauka við hring- nótaveiðar á túnfiski víða um heim, enda er túnfisk- samloka einn af þeim réttum sem talinn er hvað amerískastur, næstur á eftir nautakjötshamborgara. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs hafa Færeyingar aflað 81.609 tonn, miðað við óslægðan fisk, en höfðu á sama tímabili í fyrra aflað alls 63.033 tonn. Allt þetta aflamagn er veitt á heimamiðum. Það athyglis- verðasta við þessa miklu aflaaukningu Færeyinga er a& þorskafli þeirra hefur tæplega tvöfaldast miðað við sama tfma í fyrra, en í ár veiddust 31.492 (16.083) tonn af þorski. Af öðrum fisktegundum hefur afla- aukningin verið einna mest á blálöngu 3.452 (2.069) tonn og ýsu 8.641 (7.813) tonn. Að janúarmánuði undanskildum hefur afli verið jafn og góður. Á þess- um fyrstu átta mánuðum ársins var aðeins 281 tonni landað erlendis. (Tölur innan sviga eru fyrir jan.-ágúst 1982). • Á s.l. ári fundu franskir togarar auðug rækjumið suðvestur af Porcupine bankanum á um 250 faðma öýpi, eða nánar tiltekið um 180 sjómílur vestur af ír- landi. írskir fiskimenn hafa fram til þessa talið að á þessum slóðum væri of mikið dýpi fyrir þann skipa- kost sem þeir hafa yfir að ráða til að togveiðar þeirra gæfu af sér viðhlítandi árangur. í byrjun júlí hófu svo bátar frá tveimur fiskihöfnum á vesturströnd írlands veiðar þarna og urðu fljótlega það fengsælir að ekki hefst undan að pilla rækjuna. Reiknast mönnum til að aflaverðmæti hvers báts sé á bilinu 20-30.000 £ á viku. • Mikil eftirspurn var eftir frosinni rækju á s.l. ári og á öllum stærstu markaðssvæðum heimsins var verðið hærra en nokkru sinni áður, þrátt fyrir að verulegra efnahagserfiðleika gætti víða um heim. Vöntun hefur verið á rækju til niðursuðu í vinnslustöðvum við Mexíkóflóann og í Pakistan, en frá þessum svæðum hefur stór hluti þeirrar framleiðslu komið. Mörg hitabeltislönd eru um þessar mundir að hefja rækjueldi í stórum stíl og er talið öruggt að áhrifa frá þeirri starfsemi muni gæta á heimsmörkuðunum innan örfárra ára. Eitt þeirra fáu landa sem jók út- flutning á rækju að einhverj u marki á s. 1. ári var Ecua- dor, en þar í landi hefur tekist einstaklega vel til við rækjueldi og nam útflutningurinn af þeirri framleiðslu 10.000 tonnum. • Nýlega kom á markaðinn handhæg merkjabyssa frá OLIN í Bandaríkjunum. Byssa þessi er úr plasti og er í flotkassa er veitir mikið öryggi. Ljósmerkin ná 200 feta hæð og er ljósstyrkur 10.000 wött, ennfremur framleiðir fyrirtækið neyðarblys fyrir dag- og nætur- notkun. Petta er allt viðurkennt af bandarísku strand- gæslunni og Siglingamálastofnun fslands. Umboðs- maður er Friðrik A. Jónsson h.f., Skipholti 7, Reykjavík. ÆGIR-527

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.