Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.1983, Qupperneq 23

Ægir - 01.10.1983, Qupperneq 23
stendur veðrið. Peir hafa veitt hvali og borðað frá ómunatíð, en nautakjöt t.d. er tiltölulega nýtilkomið á þeirra matseðil, þar sem það hefur verið álitið vóhreint". Hafa menn þarna austurfrá þráfaldlega reynt að fá skýringu á hversvegna allur heimurinn, að kalla, hefur leyfi til að slátra nautgripum, sem eru hinar gáfuðustu og friðsælustu skepnur með sam- skiptatáknmál, en svo er mjög sambærileg skepna sem heldur sig í undirdjúpunum allt í einu orðin hei- •ög. Norðmenn hafa einnig reynt að benda á hið tvö- falda siðgæði sem fram kemur þegar hvalir eru bornir saman við flestar aðrar lffverur j arðarinnar, að mann- skepnunni meðtalinni, sem mega þola það að vera slátrað, mannkyninu bæði til dýrðar og framfærslu. Vitað er að atvinnumótmælendurnir sem mynda grænfriðungahreyfinguna fá mestallt sitt fjármagn frá ríkum sérvitringum í Bandaríkjunum, sem eiga hagsmuna að gæta í öllu efnahagslífi þjóðarinnar, þ-m.t. sjávarútvegi. Athyglisvert er að engum hefur látið sér til hugar koma að stöðva túnfiskveiðar Bandaríkjamanna, en fram til þessa hafa þeir drepið a-m.k. 20.000höfrunga árlega, hinarskarpgreindustu skepnur, meðan þeir hafa verið að bauka við hring- nótaveiðar á túnfiski víða um heim, enda er túnfisk- samloka einn af þeim réttum sem talinn er hvað amerískastur, næstur á eftir nautakjötshamborgara. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs hafa Færeyingar aflað 81.609 tonn, miðað við óslægðan fisk, en höfðu á sama tímabili í fyrra aflað alls 63.033 tonn. Allt þetta aflamagn er veitt á heimamiðum. Það athyglis- verðasta við þessa miklu aflaaukningu Færeyinga er a& þorskafli þeirra hefur tæplega tvöfaldast miðað við sama tfma í fyrra, en í ár veiddust 31.492 (16.083) tonn af þorski. Af öðrum fisktegundum hefur afla- aukningin verið einna mest á blálöngu 3.452 (2.069) tonn og ýsu 8.641 (7.813) tonn. Að janúarmánuði undanskildum hefur afli verið jafn og góður. Á þess- um fyrstu átta mánuðum ársins var aðeins 281 tonni landað erlendis. (Tölur innan sviga eru fyrir jan.-ágúst 1982). • Á s.l. ári fundu franskir togarar auðug rækjumið suðvestur af Porcupine bankanum á um 250 faðma öýpi, eða nánar tiltekið um 180 sjómílur vestur af ír- landi. írskir fiskimenn hafa fram til þessa talið að á þessum slóðum væri of mikið dýpi fyrir þann skipa- kost sem þeir hafa yfir að ráða til að togveiðar þeirra gæfu af sér viðhlítandi árangur. í byrjun júlí hófu svo bátar frá tveimur fiskihöfnum á vesturströnd írlands veiðar þarna og urðu fljótlega það fengsælir að ekki hefst undan að pilla rækjuna. Reiknast mönnum til að aflaverðmæti hvers báts sé á bilinu 20-30.000 £ á viku. • Mikil eftirspurn var eftir frosinni rækju á s.l. ári og á öllum stærstu markaðssvæðum heimsins var verðið hærra en nokkru sinni áður, þrátt fyrir að verulegra efnahagserfiðleika gætti víða um heim. Vöntun hefur verið á rækju til niðursuðu í vinnslustöðvum við Mexíkóflóann og í Pakistan, en frá þessum svæðum hefur stór hluti þeirrar framleiðslu komið. Mörg hitabeltislönd eru um þessar mundir að hefja rækjueldi í stórum stíl og er talið öruggt að áhrifa frá þeirri starfsemi muni gæta á heimsmörkuðunum innan örfárra ára. Eitt þeirra fáu landa sem jók út- flutning á rækju að einhverj u marki á s. 1. ári var Ecua- dor, en þar í landi hefur tekist einstaklega vel til við rækjueldi og nam útflutningurinn af þeirri framleiðslu 10.000 tonnum. • Nýlega kom á markaðinn handhæg merkjabyssa frá OLIN í Bandaríkjunum. Byssa þessi er úr plasti og er í flotkassa er veitir mikið öryggi. Ljósmerkin ná 200 feta hæð og er ljósstyrkur 10.000 wött, ennfremur framleiðir fyrirtækið neyðarblys fyrir dag- og nætur- notkun. Petta er allt viðurkennt af bandarísku strand- gæslunni og Siglingamálastofnun fslands. Umboðs- maður er Friðrik A. Jónsson h.f., Skipholti 7, Reykjavík. ÆGIR-527
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.