Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1986, Side 45

Ægir - 01.01.1986, Side 45
sinni sýkist af þessum sníkju- dýrum nær þessu ekki úr sér aftur vegna þess að hringormurinn leggst í dvala í þorskinum, hann vefur utan um sig hjúp og dvelur þar þangað til hann kemst í þær aðstæður að geta orðið kyn- þroska, og kynþroska getur hann ekki orðið nema í maga selsins. Ef að reynt er að gera sér grein fyrir kostnaði fiskvinnslunnar sem þetta veldur kemur í Ijós, að Vestfirðingar veiddu á árinu 1984 47.217 tonn af þorski. Ef þessi þorskur væri unninn í neytenda- pakkningar og blokk þá fengjust úr honum 14.109 tonn. Það tæki m.ö.o. 395.000 klst. eða 191 mannáraðtínaorminn úrþessum afla, ef hann færi allur í neytenda- pakkningar og blokk. Kostnaður við að tína hringorma úr þessum afla er um 60 til 70 milljónir króna. Af þessu má sjá að á landinu öllu þá er þetta um 200 milljónir króna. Úr þeim afla sem fer í salt þá er áætlað að kostnaðurinn sé á milli 50 og 70 milljónir króna, allt eftir hvað fiskurinn er smár sem í saltfiskvinnsluna fer. Hér er einungis átt við launa- kostnað við að tína hringorma úr þorskinum og ekki talinn með sá fjármagnskostnaður sem til þarf að koma vegna ormatínslunnar, svo sem Ijósaborð og annar útbúnaður. Varðandi hringorm í öðrum fiski þá vil ég nefna það að í stein- bít varð þess vart að þessi vá- gestur var kominn í hann um 1970 og þá var farið að skrá þetta og sýna prufutökur frá þeim tíma að hann var á bilinu 0,7-0,8 ormar pr. kg flaka. Árið 1975 var þetta komið upp í 1,08 orm pr. kg flaka. 1983 var 2,5 ormar pr. kg flaka. Þannig hefur hin mikla aukn- ing á hringormi í steinbít orðið á svipuðum tíma og í þorskinum. Það væri áhugavert að fá úr því skorið hvortáhrifsýkingará stein- bít hefur haft meiri áhrif á vöxt steinbítsins en aðrar fisktegundir, því að steinbítur sem við erum að veiða í dag hann erekki nema um 50% af stærð þess steinbíts sem við veiddum á árunum 1965- 1968, það munar svo geysilega miklu hvað við erum að veiða minni steinbít í ár heldur en við gerðum fyrir um 20 árum. Hvort að við erum að veiða yngri stein- bíteða hvortvöxtursteinbítsinser hægari en áður er mér ekki kunnugt um, en steinbíturinn hefur lítið verið rannsakaður. í ýsu er sama sagan, margir hafa haldið fram til þessa að ýsan væri ormalaus fiskur, en því miður er svo ekki, sýnatökur á þessu ári sýna að ormar í ýsu er 0,7-1,5 ormur pr. kg flaka og er það svipað og var í þorski fyrir um 20 árum, þannig að þar er svipuð þróun og í öðrum fiskstofnum. 15 14 13 12 11 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 Þorskur Ormar pr. kg flök frá 1963 til 15.10.1985 I Togaraþorskur. Línu- og handfæraþorskur. Þorskur n.iotii 17.10. 1985. 13,46 ormar pr. kgflök. ÆGIR-37

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.