Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1986, Page 38

Ægir - 01.12.1986, Page 38
vilja nú fá lagfæringu á sínum hlutog benda á m.a. jöfnun með- alkvóta sóknarskipa. Mér barst í hendur áætlun um hver væri munur á verðmæti 500 tonna af þorski og sama magns af karfa. Þetta er einmitt sá munur sem er á meðalkvóta lítils togara innan 39 metra eftir því hvort hann ergerður útfyrirsunnan eða norðan. Helstu niðurstöður eru: Mismunur á aflaverðmæti er um 5,6 milljónir króna. Mismunur á hásetahlut er um 108 þúsund krónur. Mismunur á framleiðsluverð- mæti í frystihúsi er um 13,5 millj- ónir króna. Mismunur á áætlaðri framlegð samkv. spá S.H. er rúmar 6 millj- ónir króna. Er nokkur furða þó í einhverj- um heyrist? Stærð fiskiskipaflotans. í síð- asta tölublaði Ægis ritar Árni Benediktsson um fiskveiðistjórn- un og fullyrðir að fiskveiðiflotinn sé of stór, en bendir líka á þá ásókn sem er í að stækka flotann með nýjum og stærri skipum og við það má kannske bæta hér, - stækkun eldri skipa. Fyrir ári benti ég hér á fjölgun smábáta, og í skýrslu Fiskifélags íslands frá 8. okt. sl. um veiðar smábáta undir 10 brl. tímabilið jan./sept. 1986 kemur í Ijós aflaaukning þessa flokks úr 22.800 tonnum í 27.297 tonn eða um 20%. Á sama tíma höfum við svo miklar áhyggjur af endurnýjun flotans, - og gömul, nánast úrelt skip eru gerð út til að halda í kvótann. Þetta mál tengist stjórnun fiskveiða og þarf að taka afstöðu til. Samræming veiða og vinnslu. í fyrrnefndri grein Árna Bene- diktssonar segir, - með leyfi for- seta, - „Stjórn fiskveiða og hags- munir sjávarútvegsins verða að fara saman í meginatriðum. Þetta þarf að vera aðalatriði þess skipu- lags sem við reynum að nálgast. Það verður að sameina þá hags- muni að veiðitæki og vinnslu- stöðvar nýtist sem best, meðferð hráefnis á öllum stigum verði eins og best verður á kosið, veiðarnar verði eins frjálsar og frekar er kostur innan þess heildarskipu- lags sem nauðsynlegleraðhafa." En hvernig er staðan nú? Með auknum útflutningi á ferskum fiski vegna hagstæðs verðs er- lendis, er nú talið að markaðir fyrir framleiðslu fiskiðjuvera hér séu komnir á hættustig. Nú berast fregnir af stækkandi þorsk- stofnum í Barentshafi og Norður- sjó, m.a. er verið að auka kvóta Norðmanna á þorski í Barentshafi úr 400 í 600 þúsund tonn.Ef vax- andi framboð kemur frá þessum stöðum og hefur afgerandi áhrif á verð á ferskfiskmörkuðunum, — til lækkunar, hvar stöndum við þá ef fiskiðjuver okkar og mark- aðir eru hrunin? Tímabundinn eða langvarandi hráefnisskortur hefur einnig afgerandi áhrif á stöðugleika vinnuafls í fiskiðjuverum og er þó ekki bætandi við meiri vanda þar, vegna þess áróðurs sem felst í umræðu um slor, ólykt, og vos- búð ívinnslunni. Þófyrirtæki hafi gert stórátak í að bæta aðbúnað starfsfólks, þá þykir það ekki fréttnæmt. Stærri og stærri hópur íslend- inga er nú alinn upp án nokkurra tengsla við sjávarútveg, og þegar þetta fólk hlustar á sífelldar fréttir af metsölum á erlendum fersk- fiskmarkaði og hins vegar af vandræðum og vonleysi fiskiðju- vera, þá er engin furða þótt þetta fólk segi: Hvað er verið að basla við þessa fiskvinnslu þegar gullið glóir í Grimsby og Cuxhaven?" En skiljið ekki orð mín þannig að ég sé að fordæma sigl ingar eða gámaútflutning með öllu. Þetta getur farið saman og er reynt að samræma með stjórnun innan sumra fyrirtækja, en er til vand- ræða hjá öðrum. Engan furðar þá ásókn sem er í siglingar eða gáma, þegar lesin er skýrsla L.Í.Ú. nr. 2/1986 um yfirlit yfir aflaverðmæti og úthaldsdagatog- ara fyrstu 8 mánuði ársins. Hinn gífurlegi verðmunur sem frarn kemur fyrir afla seldan erlendis eða hérlendisgefursína skýringu. Ef verið er að tala um stjórnun veiða með framtíðar-sjónarmið í huga, verður að taka afstöðu til þess hvort samræming við vinnslu og markaði hennar á að vera í dæminu. Afkomumál. Stjórnun! er lausnarorðið til aukinnar hag- sældar. Þegar hagur atvinnu- greinar batnar vegna hagstæðra skilyrða, en tekið er það ráð að stjórna hagsældinni með nýjum álögum, eins og nú virðast vera tilburðir uppi um (olíuverð og útvegur), þá finnst manni nóg komið með kvótastjórnunarkerf- in, og mælirinn fullur, - þegar afkomuþættir eru komnir í beinan kvóta!!! Stjórnun fiskveiða má ekki verða til þess að auðveldara verði að halda áfram núll-stefnunni í afkomu sjávarútvegs. Hún á að leiða til framtíðarhagsmuna heildarinnar á sanngjarnan hátt. Ef skera þarf á einhverja hnúta, verður að gera það hiklaust og markvisst, gefa tíma til aðlögun- ar, en ekki murka lífið smátt og smátt úr þeim sem verða að víkja. Endanleg lausn verður seint fundin, en betri lausn en síðaster takmarkið sem við þurfum að leita að. Við þurfum að hefja þá leit strax, verkið er mikið en tím- inn skammur. 738 -ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.