Ægir - 01.12.1986, Qupperneq 39
Ályktanir 45. Fiskiþings
Endurnýjun fiskiskipastólsins
Nú síöustu ár hefur endurnýjun fiskveiðiflotans
verið mjög hæg. Er svo komið að í ákveðnum skipa-
flokkum er meðalaldur skipa yfir 25 ár og meðal-
aldur alls flotans yfir 18 ár. Því er Ijóst að endurnýj-
un er mjög aðkallandi.
Þó verður að vekja athygli á, að stór hluti flotans
hefur verið endurbættur verulega, þannigað meðal-
aldur skipa eins og hann er reiknaður nú, segir ekki
alla söguna.
Um nokkurt skeið hefur fiskiskipaflotinn verið tal-
inn of stór. Undanfarið hafa þó bæst við ný verkefni
og stofnar sem voru taldir hrundir hafa komið til
aftur. Þó varar þingið við frekari stækkun flotans.
Fiskiþing ályktar því að tryggja beri útgerðinni þá
afkomu að eðlilega rekin útgerð gerti endurnýjað
skipakost sinn.
Jafnframt að endurnýjunin fari fram jafnt og síg-
andi en ekki í stórum stökkum. Slík þróun væri best
tryggð með því að nýsmíðin fari fram innanlands, að
því tilskyldu að íslenskur skipasmíðaiðnaður verði
samkeppnisfær í verðum, annars er hætt við að
endurnýjun fari að mestu fram erlendis.
Þá vekur þingið athygli útgerðarmanna á hag-
kvæmni þess að við verulegar endurbætur skipa og
nýsmíði sameinist menn um val á tækjum og bún-
aði. Þannig má ná verulegri hagkvæmni bæði við
framkvæmdina sjálfa og rekstur síðar.
Afkomumál sjávarútvegsins
1- a) 45. Fiskiþing mótmælir öllum hugmyndum
um nýja skattlagningu á olíur enda er olíuverð
á íslandi ennþá miklu hærra en í samkeppnis-
löndum íslensks sjávarútvegs.
b) Ekki er deilt um að fiskiðnaður er aðal stór-
iðjan á íslandi. Allir virðast sammála um að
stóriðja skuli eiga kost á ódýrari raforku en
smáir orkukaupendur. Vegna þess er það 8.
krafa íslenskra útgerðar- og fiskvinnslufyrir-
tækja að þau njóti bestu kjara við orkukaup,
ekki síður en önnur stóriðja í landinu.
2- 45. Fiskiþing leggur til að núverandi verð-
breytingarstuðull 28,43% verði breytt með
lögum til verulegrar lækkunar. Viðmiðun
tveggja verðbólguára er nú mjög ósanngjörn.
í um 10% verðbólgu mun tekjufærsla vegna
verðbreytinga að upphæð 28,43% af nettó
skuldastöðu, í mörgum tilfellum verða tekju-
skattsstofn hjá fyrirtækjum sem raunverulega
væru með hallarekstur. Cjaldfærsla á sama
hátt yrði til þess að fyrirtæki með raunveru-
legan skattskyldan hagnað, munu engan skatt
bera. Þetta ósamræmi verður enn meira við
núverandi aðstæður en nokkurn tímann áður
hefur verið.
3. 45. Fiskiþing ítrekar samþykkt síðasta Fiski-
þings varðandi vaxtagjöld af fjárfestingarlán-
um. Þar segir, að lán sem bundin eru verð-
tryggingu með lánskjaravísitölu beri ekki yfir
2% vexti.
4. 45. Fiskiþing minnir á að sjávarútvegur stend-
ur undir meginhluta gjaldeyrisöflunar í land-
inu. Þess vegna er það ófrávíkjanleg krafa til
Alþingis að fjárframlög tiI stofnana, sem tengj-
ast sjávarútvegi, svo sem Hafrannsóknastofn-
unar, Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins
o.fl. verði miðuð við að þær geti á hverjum
tíma sinnt þeim verkefnum, sem af þeim er
krafist.
5. 45. Fiskiþing lýsir yfir áhyggjum af hugsan-
legri ofveiði á rækju ogótvíræðri offjárfestingu
í greininni. Fiskiþing hvetur til mikillar var-
kárni í þessum málum á næstu árum.
6. 45. Fiskiþing harmar þá stöðu, sem sölumál
skreiðar eru komin í, og beinir þeim ein-
dregnu tilmælum til framleiðenda, að þeir
komi þessum málum í lag. Þingið skorar á
ríkisstjórnina að standa til fulls við þau fyrir-
heit sem gefin hafa verið um aðstoð við fram-
leiðendur í þessum miklu erfiðleikum.
Jafnframt þakkar þingið Seðlabanka íslands
fyrir niðurfellingu vaxta vegna eldri fram-
leiðslu.
7. 45. Fiskiþing leggurtil að lög um Verðjöfnun-
arsjóð fiskiðnaðarins verði endurskoðuð nú
þegar. Þingið leggur til, að sjóðurinn verði
efldur, þannig að hann nái til alls útflutnings á
fiski. Náist ekki samkomulag um þetta verði
sjóðurinn lagður niður.
Þótt betur ári nú í nokkrum greinum sjávarút-
vegsins er óbreytt ástand í öðrum. Sjávarút-
vegurinn hefur ekki fengið þau rekstrarskilyrði
í heild sem nægja til að standa undir eðlilegri
ávöxtun og endurnýjun stofnfjár, hvað þá
ÆGIR - 739