Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Síða 5

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Síða 5
Niögjöld — Manngjöld 175 tölunni eftir því. Niðgjöld eru talin í silfri, sem breyta má í lögaura eftir verðhlutfalli eyris silfurs og eyris lögaura, og er auðvelt að breyta hundi’aði silfurs í lögaura eftir verð- hlutfalli silfurs og þeirra, þegar leyst hefur verið úr því, hvað hundrað silfurs merki. Gleggsta hugmynd um nið- gjaldahæð og manngjalda sýnist mega fá með því að miða við kýrverðtölu þeirra. Silfurreikningur var þannig: Mörk silfurs var 16 lóö eða 8 aurar, en í eyri voru 3 örtugar. Ríkisdalur er talinn sem næst jafngildi silfurlóðs og því sem næst jafngildi hálfs silfureyris, auðvitað miðað við skíi't silfur. Samkvæmt 5. sbr. 20. gr. myntlaga 23. maí 1873 var ríkisdalur innleystur með 2 silfurkrónum, sem vega 15. gr. silfui’s (þar af 80% hreint silfur). Ríkis- dal hefur því rnátt reikna 15 grömm, og eyrir silfurs verður þá 30 grömm. Samkvæmt því ætti að mega gera möi’k silfurs 240 grömm. Ein silfui'króna er 7,5 grömm. Reikningur þessi getur þó ekki verið nákvæmur. 1 fyrsta lagi er ekki víst um silfurskírleikann. Það kann að hafa verið nokkuð mismunandi að gæðum. 1 öðru lagi voru myntir á miðöldum einnig mjög misgóðar. Og í þriðja lagi er naumast fullvíst, hvað mörk silfurs hefur vegið. Sumir (Schive, Macody Lund o. fl.) hafa talið hana hafa vegið rúm 214, 215 eða 216 grömm. Ef hún hefur verið 216. grömm (og silfureyrir þá 27 gr.), þá hefur hún verið y10 léttari en talið var hér að ofaix. Ólafur Lárusson (Skírnir 1948, bls. 67) telur 11 merkur silfui’s 2,75 kgr. eða 2750 gr., og verður mörkin þá 250 gr. (og eyrir þá rúmlega 31 gr.) eða y25 þyngri en út kemur, þegar reiknað er svo sem hér var gert. En munur þessi skiptir litlu máli, er reikna skal niðgjöld eða manngjöld, því að verðhlutfall silfur- eyris og lögeyris verður ið sama og þar nxeð kýi-verðatala þeirra. Munurinn kemur einungis fram, ef goldið var í silfi’i. Ef möi’kin var t. d. 216. gi\, þá hefur verið goldin V10 minni þungi en ef hún var 240 gr. Og ef mörkin var 250 gi\, þá hcfur þurft yss meiri þunga cn ef hún var 240 gr.

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.