Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Blaðsíða 9
Niöyjöld — Munngjöld 17‘J Frændur ins vegna í karillegg tóku og greiddu hér uni bil % niðgjalda, en frændur í kvenlegg %. Mannvíg var brot gegn frændum ins vegna. Það var mál milli ættar veganda og ættar ins vegna. Frændur veganda máttu búast við mannhefndum á einum eða jafnvel fleirum úr ættinni fyrir vígið. Með greiðslu niðgjalda friðþægðu þeir sig við frændur ins vegna. Að greiddum gjöldum áttu frændur ins vegna að veita frændum veganda tryggðir. Sá, sem tekið hafði við sínum hluta gjaldsins, hefur þar með firrt sig heimild til hefnda, en sá, sem ekki hefur fengið sinn hluta, mun átt hafa hefndarréttinn samkvæmt inum elztu lögum, eða að minnsta kosti samkvæmt almenn- ingsálitinu. Af þessum ástæðum mátti veganda og frænd- um hans vera það áhugamál, að niðgjöld yrðu greidd sem fyrst, því að annars máttu þeir eiga von á hefndum eftir inn vegna á sér eða frændum sínum. Þeir, sem synjuðu bóta fyrir víg sín, sem sumir yfirgangsmenn eru sagðir jafnan hafa gert, áttu því venjulega vofandi yfir sér hefndir, enda mun flestum hafa að lokum orðið hált á þeirri synjun sinni. Þá kemur til álita, hversu miklu niðgjöldin hafi numiö. Þetta rannsákaði dr. Valtýr Guðmundsson.1) Komst hann að þeirri niðurstöðu, að niðgjöldin (og manngjöldin) hafi að lögum numið sem svarar 4500 silfurkrónum. Dr. Valtýr telur niðgjöldin hafa numið 15 silfurmörkum, eins og hér er talið. En hann reiknar með verðhlutfallinu 1:7,5 milli eyris silfurs og eyris vaðmála, og margfaldar því 15 með 7,5. Koma þá út 112,5 merkur vaðmála, en 112,5:2,5 gefur tölu hundraða á landsvísu, sem verður 45. Niðgjöldin verða því að tali dr. V. G. 45 hundruð lögaura. Með því að hann gerir hundraðið 100 silfurkróna virði, sem nærhæfis var um 1900, er dr. V. G. skráði ritgerð sína, þá fær hann það út, að niðgjöldin hafi numið U500 silfurkrónum. Dr. ‘r’ G. leitaði staðfestingar á niðurstöðu sinni í Is- i Germanistische Abhandlungen zum 70. Geburtstag Konrad v. Maurer, bls. 523 o. s. frv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.