Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Side 26

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Side 26
lflG Tímaril lögfrœSinga Þegar athugaöar eru heimildir frá Jónsbókartímabilinu, þá virðist það koma þar fram, að verið hefur föst regla í vitund manna um manngjaldahæð, eins og verið hefur fyrir þann tíma. Það er sagt berum orðum í dómi frá 1537, að 40 hundruð séu „tvenncir mannbætur.1) 1 öðrum dómi frá árinu 1527 segir að vísu, að „lx“ hundruð séu „tvöfaldar“ vígsbætur, 2 3)en þar hefur „lx“ sýnilega misritazt í stað „xl“, enda er það alveg fráleitt, að svo há manngjöld hafi verið dæmd eftir þann mann (Árna Bessason), sem þar greinir. Hann var sonur lögréttumanns, og virðist hafa að öðru leyti verið nafnbótalaus maður. Það, að svo há manngjöld (40 hundr.) eru dæmd eftir hann, kann að stafa af því, að dómendur hafa talið hann hafa verið veg- inn í þinghelgi, og svo hafa þeir ekki haft löngun til þess að skera við neglur sér þau gjöld, sem dæma skyldi á hendur inum seka (Teiti ríka Þorleifssyni). Það, að „lx“ hundruð séu að eins tvöföld manngjöld, brýtur og alveg í bág við in ótvíræðu ummæli í fyrrnefnda dóminum frá 1537 um það, að 40 hundruð séu tvenn manngjöld. Það er líka harla ólíklegt, að Árni þessi Bessason hefði verið metinn jafn Páli á Skarði, sem bæta skyldi 60 hundruðum, eins og síðar verður minnzt. Nokkru eftir 1630 verður maður valdur að dauða 14 ára drengs síns, velættaðs, með fúlmannlega hörkulegri með- ferð. Maðurinn lætur eftir sig 19 hundruð og 24 álnir. Þessu fé er skipt milli konungs og föðurbræðra drengsins þannig, að þeir fá 15 hundruð og 43 álnir „í bætur eftir þeirra bróðurbarn", en konungur fær afganginn, 3 hundruð og 101 alin „fyrir brot og tilverknað" ins seka.s) Þetta er samkvæmt því ákvæði Jónsbókar Mannhelgi I. kap., að skerða skuli manngjöld og þegngildi að tiltölu, ef vegandi á ekki fé til fullrar greiðslu hvors tveggja. 1) ísl. fbrs. X. bls. 98. 3) lsl. fbrs. IX. bls. 398. 3) Alþb. lsl. V. bls. 591.

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.