Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Page 3
TIMARIT LOGFRÆÐINGA
U. hefti, desember 1951
Um lögkjör forseta Islands
i.
1) Staða forseta íslands er lögboðin og lögvarin í sjálfri
stjórnarskránni.
Það mundi vera með öllu óheimilt að ákveða með venju-
legum lögum án stjórnarskrárbreytingar, að konungdæmi
skyldi endurreist. Slíkt bryti þegar í bága við sjálft heiti
stjórnarskrárinnar frá 17. júní 1944: „Stjórnarskrá lýð-
veldisins Islands", og upphaf 1. greinar hennar „Island er
lýðveldi", auk margra einstakra greina stjórnarskrárinn-
ar.
2) Óheimilt mundi og að mæla svo fyrir, að forseti skyldi
jafnframt vera forseti ráðuneytisins, eða forsætisráðherra
svo sem sumstaðar er. Af fyrirmælum II. kafla stjskr. er
greinilegt, að þetta gæti ekki staðizt. Forseti er utan og
ofan ráðuneytisins og getur ekki riieð neinu 'móti verið
einn af ráðherrunum, sbr. t. d., að forsetinn lætur skv. 13.
gr. stjskr. ráðherra framkvæma vald sitt og þeir bera skv.
14. gr. ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum, en forseti
er sjálfur ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum skv. 11. gr.
stjsk. Án stjórnarskrárbreytingar verður eðli og fyrir-
komulagi stöðu forseta Islands ekki breytt frá því, sem í
II. kafla stjskr. segir, jafnvel þótt slíkt mætti vel samrím-
ast því, að hér héldist lýðveldi.
II.
Ætla verður, að embættisheiti forsetans sé með 2. og 3.
gr. stjskr. ákveðið forseti Islands. Ekki er þetta þó eins
Ijóst og skyldi. I 4., 5., 6., 7., 10., 13., 15., 18., 28., 29., og