Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Side 10
224
Tímarit lögfræöinga
og sagt var um sjúkleikann. Er og ljóst, að breyttar sam-
göngur og allar aðstæður hljóta hér að hafa sín áhrif og
stundum kann beinlínis að vera hægara að ná til forseta,
þótt hann sé staddur erlendis, en hér á landi, t. d. í óbyggð-
um.
c. Aðrar ástæður, sem leitt gætu til þess, að forseti gæti
ekki gegnt störfum um sinn, eru t. d., ef 'hann óskaði sjálf-
ur hvíldar, ofbeldislýður hefði hann á valdi sínu, hann
væri í fangelsi, neitaði að vinna eið eða drengskaparheit
að stjórnarskránni o. s. frv.
Þótt svo færi hinsvegar, að forseti missti kjörgengisskil-
yrði vegna þess, að hann fengi mannorðsflekk eða missti
fjárræði, mundi það eitt út af fyrir sig ekki varna honum
þess að gegna störfum. Ef forseti segði ekki af sér, þrátt
fyrir þetta, mundi verða að koma til afskipta Alþingis skv.
3. mgr. 11. gr. stjskr., og gæti það aftur leitt til þess, að
forseti yrði að láta af störfum um sinn. Á sama veg og
um missi kjörgengis mundi fara, ef forseti gegndi störf-
um, sem honum eru óheimil.
2) Hvergi segir almennt, hver ákveða skuli, hvort vara-
menn verði að taka við störfum forseta af þeim sökum,
sem undir 1) greinir, að undanteknu því, er segir í 3. mgr.
11. gr. stjskr., en þá má segja, að Alþingi ákveði þetta.
Lang eðlilegast er, að forseti meti þetta með atbeina for-
sætisráðherra, þannig að gefinn sé forsetaúrskurður um
það, hvenær forseti láti af störfum sökum dvalar erlendis,
sjúkleika eða af öðrum ástæðum. Hugsanlegt er þó, að
forseti sé t. d. svo sjúkur, að hann geti engin skipti haft af
þessu, sé í höndum ofbeldismanna, sé staddur þar utan
lands eða innan, að alls ekki verði til hans náð, o. s. frv.
og verða þá varamenn hans óhjákvæmilega að meta þetta
og taka við störfum forseta, ef þeim sýnist það nauðsyn.
í framkvæmd mun mjög óformlega hafa verið að þessu
farið og forsætisráðuneytið þá auglýst, að varamenn hafi
tekið við, svo sem að sjálfsögðu, ef forseti hefur verið er-
lendis, en ekki, ef hann hefur dvalizt hérlendis, jafnvel þótt
hann hafi verið all alvarlega veikur.