Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Page 15
Um löykjör forscta Islands
229
mun þinglýsingargjald hafa verið greitt, án þess að
greiðslu væri krafizt.
Hið algera skattfrelsi forseta tekur fráleitt til atvinnu-
rekstrar hans. Að vísu mundu hreinar tekjur forseta af
atvinnurekstrinum ekki verða skattlagðar. Hinsvegar er
fráleitt, að t. d. innflutningur verzlunar, sem forseti ræki,
nyti undanþágu frá innflutningsgjöldum, vörusala hans
væri laus við söluskatt, né mundi verksmiðja, sem rekin
væri á ábyrgð forseta, komast hjá því að borga gjald af
innlendum tollvörutegundum framleiðslu sinnar, fram-
leiðslugjald, söluskatt og annað þvílíkt.
Nokkur vafi kann að vera á, hvernig fari, ef forseti
kaupir innlendar framleiðsluvörur, sem skattskyldar eru.
Ef talið er, að gjöldin séu lögð á framleiðendur eða selj-
endur, verða þeir að greiða þau. En ef kaupandi er talinn
gjaldskyldur, mundi forseti ekki þurfa að greiða gjald
af slíkum kaupum. Vandinn er sá, að jafnvel þótt selj-
andinn sé gjaldskyldur, mundi verðið geta lækkað, ef
gjaldið félli niður og verðlækkunin þess vegna í þessu til-
felli raunverplega verða forseta að gagni. I framkvæmd
mun gjald hafa verið greitt af slíkri innlendri framleiðslu,
þótt forseti sé kaupandi.
IX.
Svo sem fyrr segir, hefur forseti samkv. 12. gr. stjskr.
aðsetur í Reykjavík eða nágrenni. Honum ber því að
hafa heimilisfang sitt í embættisbústað þeim, sem ríkis-
stjórnin fær honum á þessum slóðum með samþykki fjár-
veitingavaldsins, og er það nú á Bessastöðum, svo sem
kunnugt er.
X.
Forseti fslands hefur sérstakt merki samkv. forseta-
úrskurði nr. 39, 8. júlí 1944, og sérstakan fána samkv.
forsetaúrskurði nr. 40 8. júlí 1944. Þá er forseta með
forsetabréfi nr. 42 11. júlí 1944 fengið vald um hina
íslenzku fálkaorðu, án þess að atbeini ráðherra þurfi að