Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Side 16

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Side 16
230 Tímarit lögfrætiinga koma þar til hverju sinni, og byggist það eflaust á því, að þar sé eklci um eiginlega stjórnarathöfn að ræða. XI. I stjskr. er forseta Islands í orði kveðnu fengið mikið vald, sbr. einkum I. og II. kafla stjskr., sbr. 79. gr. hennar. I 2. gr. er gefið yfirlit um vald forseta, þar sem segir: Alþingi og forseti Islands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöid samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdar- valdið. 1) Forseti skipar ráðherra og veitir þeim lausn, á- kveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim, sbr. 15. gr. stjskr. Iiann veitir embætti, víkur mönnum frá og flytur þá til, sbr.. 20. gr., gerir samninga við önnur ríki, sbr. 21. gr., stefnir saman Alþingi og ákveður slit þess, sbr. 22. gr., frestar fundum þess, sbr. 23. gr., rýfur Al- þingi, sbr. 24. gr., lætur leggja frv. til laga og annarra samþykkta fyrir Alþingi, sbr. 25. gr., staðfestir lagafrv. eða synjar þeim staðfestingar, sbr. 26. gr., gefur út bráða- birgðalög, sbr. 28. gr., ákveður, hvenær saksókn skuli niður falla, náðar menn og veitir almenna uppgjöf saka, sbr. 29. gr., veitir undanþágur frá lögum skv. 30. gr. og skal staðfesta stjórnskipunarlagafrv. skv. 79. gr. Forseti skipar ríkisráð ásamt ráðherrum og hefur þar forsæti, sbr. 16. gr. stjskr. Svo mætti ætla samkvæmt þessu, að vald forseta væri mikið, en önnur ákvæði stjskr. draga mjög úr því. 2) Skv. 1. gr. stjskr. er hér lýðveldi með þingbundinni stjórn, eftir 13. gr. lætur forsetinn ráðherra framkvæma vald sitt og skv. 19. gr. veitir undirskrift forseta undir löggjafarmál og stjórnarerindi þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum, enda er forseti sjálfur á- byrgðarlaus á stjórnarathöfnum, sbr. 11. gr., en ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum skv. 14. gr. stjskr. a. Það er því Ijóst, að forseti getur ekki beitt valdi sínu

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.