Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Síða 18
232
Tímarit lögfræSinga
meðan þeir eru í stöðunum, jn-ðu þó formlega gildar, ef
samþykki forseta kemur til.
Forseti hefur þannig að vísu formlegt vald til skipunar
ríkisstjórnar, en raunverulega er ætlazt til, að Alþingi
ráði henni, því að annars verður ekki talið, að stjórn sé
þingbundin. Það er mjög undir mati komið, hversu mikil
skipti forseti eigi að hafa af stjórnarmyndun skv. þing-
ræðisreglum, og mundi athugun á því til sæmilegrar hlítar
verða of viðamikil fyrir þessa ritsmíð. Enda er það, hvað
sem þessu líður, óhagganlegt, að forseti hefur formlega
heimild til að skipa hverja þá ríkisstjórn, sem hann vill
og löghæfir menn fást til að taka sæti í og þar með bera
ábyrgð á.
XII.
1) Forseti er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum skv. 11.
gr. stjskr. og samkvæmt 14. gr. eru það ráðherrar, sem
bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum.
Það eru einungis stjórnarathafnir, sem forseti er á-
bygðarlaus á. Um einkaathafnir sínar, þær, er ekki varða
refsingu, verður forseti sóttur sem hver annar borgari.
Ef hann hefur t. d. skrifað upp á víxil og vanrækt skyldur
sínar samkv. því, er hægt að sækja hann í víxilmáli sem
hvern annan. Barnsfaðernismál má höfða á hendur hon-
um sem öðrum o. s. frv.
2) Skv. 2. mgr. 11. gr. stjskr. verður forseti þar á móti
elcki sóttur til refsingar, nema með samþykki Alþingis.
Til refsingar út af stjórnarathöfnum verður forseti alls
ekki sóttur, þó að samþykki Alþingis komi til, því að á
þeim er hann ábyrgðarlaus. Það er einungis, ef um er
að ræða refsingu fyrir brot, sem hann hefur framið utan
stjórnarathafna, hvort heldur áður en hann varð forseti
eða á meðan hann er forseti, sem refsing kemur til greina.
Ef um slíkt brot væri að ræða, mundi handhafi ákæru-
valdsins verða að leita til Alþingis og fá samþykki þess.
Eðlilegast væri, að það samþykki væri veitt með þings-
ályktunartillögu í Sameinuðu þingi, en auðvitað mundi