Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Qupperneq 22
236
Tímarit lögfræðinga
Frá hæstarétti janúar—júní 1951
Lengstum hefur staðið mjög á útgáfu hæstaréttardóma.
En nú er breytt til batnaðar, því að dómar ársins 1950 voru
komnir fullprentaðir á fyrra hluta árs 1951. Er það skjót-
virkri framkvæmd Prentsmiðju Austurlands að þakka. En
um eitt er enn á fátt: Registur við hvert bindi (nú árgang
dómanna) er, þegar þetta er ritað (í september 1951), ekki
komið lengra en við árganginn 1946. Þetta veldur miklum
baga, enda þótt nokkur bót sé að hinu örstutta bráða-
birgðaregistri, sem fylgir árgöngunum 1947—1950. Seina-
gangur á registrunum við árið 1947 og síðan stafa sjálf-
sagt að miklu leyti af því, hversu torsótt var að fá dómana
prentaða, þangað til Prentsmiðja Austurlands tók verkið
að sér. Vonandi verður bráðlega ráðin bót á vöntun reg-
istra við síðustu fjóra árgangana (1947—1950), sem nú
hafa verið gefnir út.
Á fyrra helmingi ársins 1951 hefur hæstiréttur haft til
meðferðar eigi allfá merkileg mál og kveðið upp dóma í
þeim. Skal nokkurra þeirra mála, sem telja má sérstak-
lega eftirtakanleg, minnzt nokkuð.
D ó M S K Ö P .
1. Dómar. Frávísun (hrd. 4/5).
Frávísunarkröfu, um einn kröfulið af fleirum, sem að
áliti hæstaréttar var ekki nægilega rökum studd, hafði
héraðsdómari ekki tekið til greina. En í forsendum dóms
hafði hann ekki lýst berum orðum viðhorfi sínu til kröf-
unnar. Hæstiréttur telur það að vísu yfirsjón, að dómari
rökstuddi ekki synjun sína á frávísunarkröfunm, en, „eins
og á stendur", telur hæstiréttur þó ekki ástæðu til að láta
„þessa handavömm" varða ómerkingu héraðsdóms, eins
og áfrýjandi hafði krafizt. Mundi hæstiréttur hafa ómerkt