Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Síða 25
Frá hæstarétti janúar—jiíní 1951
230
aði héraðsdómari málinu því frá dómi með skírskotun til
116. gr. laga nr. 85/1936. Staðfesti hæstiréttur þá úr-
lausn.
4. Sönnun í refsimáli (hrd. 12/5).
Um kl. 9,45 að kveldi var ekið á konu á vegamótum
Iiringbrautar og Ljósvallagötu í Reykjavík. Hlaut konan
mikil lemstui’. Vitnin A og B kváðu bifreiðina hafa verið
jeppa, græna að lit með litaskiptingu. Segja þau bifreiðinni
hafa verið ekið mjög hart. Hafi Ijós verið slökkt á henni
eftir áreksturinn og ekið síðan með miklum hraða burt.
Vitnið A, sem er alvanur bifreiðastjóri, elti jeppann 1
bifreið sinni suður Melaveg að háskólanum, en þar sneri
jeppinn til vesturs sunnan við íþróttavöllinn. Sneri A þá
við, án þess að hann hefði séð einkennisstafi jeppans. Vitn-
ið E mætti jeppanum, rétt er hann hafði farið af slysstaðn-
um, og sá merki á hægri framrúðu hans, sem það hugði
vera frostrósir, enda taldi vitnið, er það skoðaði síðar jepp-
ann P 176, allt vera sama bílinn, en vildi þó ekki fullyrða, að
svo væri, með því að það hafði ekki séð einkennisstafi jepp-
ans. Þegar vitnið A var komið á gatnamót Melavegar og
Hringbrautar, sá það jeppa með sama lit koma upp vestan
við íþróttavöllinn og koma þaðan að Suðurgötu, og taldi
vitnið það vera sama jeppann sem það hafði elt af slys-
staðnum. Svo elti vitnið jeppann og náði einkennisbókstöf-
um hans, sem hann taldi vera P 176. Annar maður sat
frammi í hjá bílstjóranum. Síðan skildi vitnið við jeppann.
Mjög um sama leyti sem slysið varð ók G í jeppanum
P 176 um áðurnefnd gatnamót. Neitaði hann því, að hann
hefði ekið á konuna, svo að hann til vissi, og að hann
hefði ekið jeppanum suður Melana, vestur fyrir íþróttavöll-
inn og kringum hann á Suðurgötu, heldur kvaðst hann hafa
ekið þegar norður Suðurgötu og um bæinn, unz hann skildi
jeppann eftir í Grófinni. Fór G síðan á dansleik og félagi
hans, J, sem sat frammi í jeppanum hjá honum. Þegar hann
ætlaði að taka jeppann aftur, þá var hann horfinn þaðan,
en svo hitti G jeppa sinn í porti lögreglunnar. Fékk G þá