Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Síða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Síða 30
244 Thnarit lögfræðinga ekki nota um þær analogice. Ef skattkrafa sú, sem hér greinir, hefði verið sótt fyrir venjulegum héraðsdómi, þá hefði væntanlega mátt skipta sakarefni með sama hætti sem fógeti gerði. Hallkvæmisástæður liggja til grundvall- ar ákvæði 5. málsgr. 71 gr. Ef skyldan er dæmd sér, þá verður oft árangur af því sá, að aldrei kemur til kasta dómstóla að ákveða fjárhæðir. Þetta á bæði við, ef dómur telur enga gjaldskyldu vera, og ef aðiljar koma sér saman um fjárhæð. Ef ágreinigur um þær væri þegar tekinn til meðferðar, þá yrði stundum um atriði fjallað, sem óþarft hefði reynzt að sækja og verja. 1 máli því, sem hér greinir, hefði eftir úrlausn hæstaréttar og ef fógeti hefði t. d. úr- skurðað mjólkina o. s. frv: óskattlæga, þurft að fjalla um það fyrir fógetadómi, hversu mikið skyldi draga frá skatti þess vegna, o. s. frv. Hefði þá ekki verið hallkvæmara að skjóta þessu atriði á frest, þangað til leyst var úr ágrein- ingnum um skattskylduna ? Tökum annað einfaldara dæmi. A er krafinn um 5000 kr. tekjuskatt. Hann telur skattstjórnina hafa ranglega synjað sér um tiltekinn frádrátt. Væri þá væntanlega nóg, að fógeti leysti úr því (og hæstiréttur síðan, ef því er að skipta), hvort frádráttarkröfuna skyldi taka til greina, og síðan væri skattur reiknaður á ný, ef frádráttur var leyfð- ur. Sennilega mundi minnihluti hæstaréttar telja fógeta skiptinguna hér heimila. En er hún þá ekki jafn heimil í máli því, sem hér getur? Hver eru þau „eðlisrök", sem girða hér fyrir notkun lögjöfnunar frá 5. málsgr. 71. gr. oftnefndra laga? Æskileg heiði greinargerð verið um þau. Hún hefði ef til vill sannfært hvern mann til fulls um réttmæti úrlausnar hæstaréttar. Var nokkuð því til fyrir- stöðu, að skatthæð yrði ákveðin síðar, ef niðurstaða fógeta hefði að einhverju leyti orðið gjaldþegni í vil? Og er yfir höfuð ástæða til þess að meina fógeta skiptingu sakarefn- is með sama hætti sem héraðsdómara er leyft það sam- kvæmt téðri 5. málsgr.? Ef það er hallkvæmt í öðru til- vikinu, má þá eigi einnig leyfa það í hinu?

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.