Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Page 33

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1951, Page 33
Frá hæsiarétti jamíar—júni 1051 247 P samt ánafna væntanlegri ekkju sinni fjórðung síns hluta af félagsbúi samkvæmt 22. gr. tilsk. 25. sept. 1850 og 20. gr. laga nr. 42/1949, og að því leyti mátti telja gagnkvæmu erfðaskrána gilda gagnvart skylduerfingjum P. Samkvæmt 7. gr. sömu laga átti S einnig erfðatilkall til fjórðungs af búshelmingi manns síns eftir frá dreginn þann fjórðung, sem hann gat ráðstafað með erfðaskránni. Ef þegar hefði verið skipt eftir lát P milli óskilgetinna barna hans og ekkjunnar samkvæmt síðastnefndum lögum, þá 'hefði út- koman orðið þessi: Ef hreineign félagsbúsins er kölluð 2a, þá verður bús- helmingur hvors a. Frá honum dregst fyrst fjórðungur samkvæmt erfðaskránni frá 1918. Þá verða eftir-^- Ef 4 fjórðungur þessa hluta, erfðahluta S, sem verður-^--, er 16 12a — 3a 9a enn dreginn frá, þá verða eftir -------- = ---Óskilgetnu 16 16 börnin hefðu þá fengið 9/1(i hluta af búshelmingi P. En nú lézt S áður en nokkur skipti væru. hafin á félags- búi þeirra hjóna. Hún fór með búið allt sem sína eign í trausti til gagnkvæmu erfðaskrárinnar. 1 flutningi málsins var það orðað, að skipti skyldu fara eftir 69. gr. laga nr. 20/1923, þar sem svo er mælt, að lögmæltur erfðaréttur þess, sem í óskiptu búi situr, falli niður, ef búi er ekki skipt fyrr en eftir andlát beggja hjóna. Ef beita hefði mátt þessu ákvæði, þá hefði víst allur erfaréttur S, einnig um fjórð- unginn samkvæmt erfðaskránni, sem þó kann að vera vafa- samt, fallið niður, og óskilgetnu börnin hefðu þá fengið all- an búshelming P, eða ef erfðaskráerfðin hefði verið látin koma erfingjum S til arfs, % hluta hans. En skilvrði setu í óskiptu búi voru ekki fyrir hendi samkvæmt 61. gr. laga 1923, með því að hvorugt hjónanna lét eftir sig ófjárraða börn, og analógía 69. gr. sýnist naum- ast geta tekið til þessa tilviks. En hitt mætti orða, að mátt hefði ef til vill fara að svo sem gert er, þegar það hjóna, er lengur lifir, hefur tekið við öllum eignum hins

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.